Leikjavísir

GameTíví spilar God of War

Samúel Karl Ólason skrifar
Félagarnir Óli, Tryggvi og Kratos.
Félagarnir Óli, Tryggvi og Kratos.

Þeir Óli og Tryggvi í GameTíví heilsuðu nýverið upp á gamlan félaga, Kratos. Þeir spiluðu fyrstu fimmtán mínúturnar í nýjasta leiknum um Kratos, God of War, sem kom út í dag. Óli spilaði en Tryggvi fylgdist með og virtist hafa gaman af. God of War hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en það er gaman að segja frá því að íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð.

Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína

Sjá má ævintýri þeirra Óla, Tryggva og Kratos hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.