Ljósmæður þakka stuðninginn Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 23. apríl 2018 15:50 „Í dag var loksins brotið blað í sögunni þegar launakjör ljósmæðra, elstu kvennastéttar landsins voru leiðrétt. Heldur Ísland þannig áfram að vera leiðandi í að tryggja jafnrétti kynjanna á heimsvísu.“ Svohljóðandi verða fyrirsagnirnar á fréttamiðlum daginn sem ljósmæður fá loksins viðurkennda þá ábyrgð og menntun sem starf þeirra felur í sér. Nú telur ríkisstjórnin sig ekki geta veitt ljósmæðrum réttláta leiðréttingu á launaröðun, vegna þess að „þær kröfur myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algjört uppnám“. Hæstvirtur fjármálaráðherra tjáði mér í skriflegu svari við bréfi að hann styddi að grunnlaun ljósmæðra stæðust samanburð. Hvað hann átti við með því er óljóst. Jafnframt sagði hann að „ef almenn samstaða væri um það í samfélaginu að ljósmæður ættu inni fyrir launaleiðréttingu, sem væri umfram það sem aðrir eru að fara fram á væri staðan önnur. Einfaldast væri að draga slíkt fram með skýrum yfirlýsingum frá heildarsamtökum þeirra sem styðja ljósmæður eða öðrum stéttarfélögum.“ Ljósmæður fara ekki fram á launahækkun umfram aðra, það skal vera ljóst. Ljósmæður óska eftir leiðréttingu á launasetningu sinni. Þegar ljósmóðurstarfið var formlega orðið viðurkennt hér á landi árið 1761, áttu ljósmæður að starfa fyrir guðslaun (lesist: frítt) en máttu þiggja ölmusu frá efnameiri fjölskyldum. Nú er öldin önnur en ljósmæður standa enn í hörðum deilum, þúsaldarfjórðungi síðar. Þetta er mikilvægt í sögulegu samhengi vegna þess að ljósmæður hafa alla tíð átt talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að fá störf sín, ábyrgð og menntun metið til launa. Ljósmæður eru með næsthæstu menntunarkröfur af aðildarfélögum innan BHM á eftir prófessorum. Samt eru þær í 7. neðsta sæti af 27 í launaröðun meðal grunnlauna aðildarfélaga BHM. Þessu ætti auðvitað að vera öfugt farið. Ljósmæður ættu að raðast meðal þeirra hæstu, sé litið til menntunar og ábyrgðar þeirra í starfi. Ekki er hægt að neita því að ábyrgð ljósmæðra sé með því mesta sem gerist í starfi. Mikilvægt er að halda á lofti sérstöðu ljósmæðra í kjarabaráttunni og hvers vegna hún ætti ekki að valda uppnámi. Ljósmæður eru ekki einungis að fara fram á sanngjarnar kröfur heldur búa þær yfir samfélagslegum stuðningi sem hefur aldrei verið meiri og á sér enga hliðstæðu. Telja má að stuðningurinn skýrist meðal annars af þjónustu á heimsklassa, sem unnin er af hendi vel menntaðra ljósmæðra og foreldrar vilja ekki missa, ásamt þeim sterku tilfinningaböndum sem ljósmæður bindast almenningi vegna starfsins. Þegar ljósmæður mæta til samningafundar við ríkið hafa þær ekki mörg vopn í hendi. Hefðbundnar verkfallsaðgerðir og uppsagnir eru úreltar þvingunaraðgerðir sem skila litlu nema lakari þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra. Rökin hér að framan, ásamt stuðningsyfirlýsingum frá almenningi, heildarsamtökum og öðrum stéttarfélögum um að ljósmæður skuli njóti virðingar og fá réttmæt laun, eru því eitt verðmætasta vopnið í höndum ljósmæðra um þessar mundir. Takk fyrir að leggja baráttunni lið. Ég skora á stjórnvöld að hlusta á kröfur ljósmæðra og leiðrétta grunnlaun þeirra svo þau standist samanburð launa annarra stétta með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Ljúka þar með 250 ára langri kjarabaráttu ljósmæðra sem hefur einkennst af forræðisákvörðun yfirvaldsins um laun þeirra.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
„Í dag var loksins brotið blað í sögunni þegar launakjör ljósmæðra, elstu kvennastéttar landsins voru leiðrétt. Heldur Ísland þannig áfram að vera leiðandi í að tryggja jafnrétti kynjanna á heimsvísu.“ Svohljóðandi verða fyrirsagnirnar á fréttamiðlum daginn sem ljósmæður fá loksins viðurkennda þá ábyrgð og menntun sem starf þeirra felur í sér. Nú telur ríkisstjórnin sig ekki geta veitt ljósmæðrum réttláta leiðréttingu á launaröðun, vegna þess að „þær kröfur myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algjört uppnám“. Hæstvirtur fjármálaráðherra tjáði mér í skriflegu svari við bréfi að hann styddi að grunnlaun ljósmæðra stæðust samanburð. Hvað hann átti við með því er óljóst. Jafnframt sagði hann að „ef almenn samstaða væri um það í samfélaginu að ljósmæður ættu inni fyrir launaleiðréttingu, sem væri umfram það sem aðrir eru að fara fram á væri staðan önnur. Einfaldast væri að draga slíkt fram með skýrum yfirlýsingum frá heildarsamtökum þeirra sem styðja ljósmæður eða öðrum stéttarfélögum.“ Ljósmæður fara ekki fram á launahækkun umfram aðra, það skal vera ljóst. Ljósmæður óska eftir leiðréttingu á launasetningu sinni. Þegar ljósmóðurstarfið var formlega orðið viðurkennt hér á landi árið 1761, áttu ljósmæður að starfa fyrir guðslaun (lesist: frítt) en máttu þiggja ölmusu frá efnameiri fjölskyldum. Nú er öldin önnur en ljósmæður standa enn í hörðum deilum, þúsaldarfjórðungi síðar. Þetta er mikilvægt í sögulegu samhengi vegna þess að ljósmæður hafa alla tíð átt talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að fá störf sín, ábyrgð og menntun metið til launa. Ljósmæður eru með næsthæstu menntunarkröfur af aðildarfélögum innan BHM á eftir prófessorum. Samt eru þær í 7. neðsta sæti af 27 í launaröðun meðal grunnlauna aðildarfélaga BHM. Þessu ætti auðvitað að vera öfugt farið. Ljósmæður ættu að raðast meðal þeirra hæstu, sé litið til menntunar og ábyrgðar þeirra í starfi. Ekki er hægt að neita því að ábyrgð ljósmæðra sé með því mesta sem gerist í starfi. Mikilvægt er að halda á lofti sérstöðu ljósmæðra í kjarabaráttunni og hvers vegna hún ætti ekki að valda uppnámi. Ljósmæður eru ekki einungis að fara fram á sanngjarnar kröfur heldur búa þær yfir samfélagslegum stuðningi sem hefur aldrei verið meiri og á sér enga hliðstæðu. Telja má að stuðningurinn skýrist meðal annars af þjónustu á heimsklassa, sem unnin er af hendi vel menntaðra ljósmæðra og foreldrar vilja ekki missa, ásamt þeim sterku tilfinningaböndum sem ljósmæður bindast almenningi vegna starfsins. Þegar ljósmæður mæta til samningafundar við ríkið hafa þær ekki mörg vopn í hendi. Hefðbundnar verkfallsaðgerðir og uppsagnir eru úreltar þvingunaraðgerðir sem skila litlu nema lakari þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra. Rökin hér að framan, ásamt stuðningsyfirlýsingum frá almenningi, heildarsamtökum og öðrum stéttarfélögum um að ljósmæður skuli njóti virðingar og fá réttmæt laun, eru því eitt verðmætasta vopnið í höndum ljósmæðra um þessar mundir. Takk fyrir að leggja baráttunni lið. Ég skora á stjórnvöld að hlusta á kröfur ljósmæðra og leiðrétta grunnlaun þeirra svo þau standist samanburð launa annarra stétta með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Ljúka þar með 250 ára langri kjarabaráttu ljósmæðra sem hefur einkennst af forræðisákvörðun yfirvaldsins um laun þeirra.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar