Faraldur Magnús Guðmundsson skrifar 25. apríl 2018 10:00 Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun