Eru samræmd próf brot á jafnræðisreglu Barnasáttmála? Rakel Sölvadóttir skrifar 25. apríl 2018 07:00 Samkvæmt jafnræðisreglu 2. gr. Barnasáttmála, þá eiga öll börn að njóta sömu réttinda án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. Það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti samræmdra prófa á Íslandi. Sumir telja mikilvægt að ná mælingum á grunnþáttum náms með þessu móti og bera saman milli skóla, sveitarfélaga og milli ára. Allt gott og blessað með það en verður þá ekki að gæta jafnræðis í fyrirlögn? Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá því að taka prófin vegna til dæmis námsörðugleika. En eru niðurstöður þá ekki skekktar? Eru niðurstöður þá að gefa rétta sýn á námsárangur eins og prófin eru sett upp til að mæla? Einnig er hægt að sækja um stuðningsúrræði og má þar nefna lengri próftíma og/eða upplestur á prófi. Þetta er gert með það að markmiði að nemendur eigi auðveldara með að sýna færni sína þrátt fyrir fötlun eða sérstakar aðstæður samkvæmt reglum um fyrirlögn samræmdra prófa. Þarna hélt ég að verið væri að gæta jafnræðis en nei, alls ekki. Þarna er verið að stilla börnunum upp fyrir höfnun og óréttlæti þar sem þau geta ekki klárað prófið. Úrræðið má nefnilega ekki skarast við þá færni sem verið er að meta, til dæmis við mat á lestrarfærni samkvæmt blessuðum reglunum. Tökum sem dæmi barn með lesblindu. Sótt er um stuðningsúrræði og barnið fær því upplestur á prófi til að sýna færni sína. Því miður veitir þessi undanþága ekki jafnræði samkvæmt Barnasáttmála því að nemandinn fær einungis upplestur á hluta prófsins, yfirleitt helmingi eða tveimur þriðju af prófinu. Samkvæmt regluverkinu á nemandinn að hætta að vera lesblindur hinn hluta prófsins. Er ekki kominn tími á að endurskoða þessa fyrirlögn eða hreinlega leggja hana niður þar sem hún er barn síns tíma?Höfundur er verkefnisstjóri í HR, stofnandi Skema og FKAfélagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt jafnræðisreglu 2. gr. Barnasáttmála, þá eiga öll börn að njóta sömu réttinda án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. Það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti samræmdra prófa á Íslandi. Sumir telja mikilvægt að ná mælingum á grunnþáttum náms með þessu móti og bera saman milli skóla, sveitarfélaga og milli ára. Allt gott og blessað með það en verður þá ekki að gæta jafnræðis í fyrirlögn? Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá því að taka prófin vegna til dæmis námsörðugleika. En eru niðurstöður þá ekki skekktar? Eru niðurstöður þá að gefa rétta sýn á námsárangur eins og prófin eru sett upp til að mæla? Einnig er hægt að sækja um stuðningsúrræði og má þar nefna lengri próftíma og/eða upplestur á prófi. Þetta er gert með það að markmiði að nemendur eigi auðveldara með að sýna færni sína þrátt fyrir fötlun eða sérstakar aðstæður samkvæmt reglum um fyrirlögn samræmdra prófa. Þarna hélt ég að verið væri að gæta jafnræðis en nei, alls ekki. Þarna er verið að stilla börnunum upp fyrir höfnun og óréttlæti þar sem þau geta ekki klárað prófið. Úrræðið má nefnilega ekki skarast við þá færni sem verið er að meta, til dæmis við mat á lestrarfærni samkvæmt blessuðum reglunum. Tökum sem dæmi barn með lesblindu. Sótt er um stuðningsúrræði og barnið fær því upplestur á prófi til að sýna færni sína. Því miður veitir þessi undanþága ekki jafnræði samkvæmt Barnasáttmála því að nemandinn fær einungis upplestur á hluta prófsins, yfirleitt helmingi eða tveimur þriðju af prófinu. Samkvæmt regluverkinu á nemandinn að hætta að vera lesblindur hinn hluta prófsins. Er ekki kominn tími á að endurskoða þessa fyrirlögn eða hreinlega leggja hana niður þar sem hún er barn síns tíma?Höfundur er verkefnisstjóri í HR, stofnandi Skema og FKAfélagskona
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar