Kári nýr formaður stjórnar RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 15:54 Kári Jónasson ákvað hann að fara aftur í skóla og hefja störf sem leiðsögumaður – 67 ára að aldri. Vísir/Stefán Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess. Nýr formaður stjórnarinnar er Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. Kári hóf störf hjá tímaritum Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1962 og var blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum 1963-1973. Hann hóf störf á fréttastofu Útvarpsins árið 1973, var varafréttastjóri frá 1980 og fréttastjóri frá árinu 1987. Kári var síðan ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2004-2007. Hann hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður síðustu ár. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga sterkt og gott Ríkisútvarp, líkt og er í mörgum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það þarf að fylgja straumi tímans og þjóna bæði ungum og öldnum. Ríkisútvarpið er ekki húsið í Efstaleiti heldur fólkið sem þar vinnur, og að því þurfum við hlúa sem best. Jafnframt sterku Ríkisútvarpi þurfum við á traustum og góðum einkamiðlum að halda, öflugum dagblöðum, auk útvarps- og sjónvarpsstöðva af öllum stærðum og gerðum, vefmiðlum, að ógleymdum landsbyggðarmiðlum, bæði ljósvaka-, prent- og vefmiðlum,“ segir Kári Jónasson, nýkjörinn formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, í tilkynningu til fjölmiðla. Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Varamenn eru: Jón Jónsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess. Nýr formaður stjórnarinnar er Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. Kári hóf störf hjá tímaritum Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1962 og var blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum 1963-1973. Hann hóf störf á fréttastofu Útvarpsins árið 1973, var varafréttastjóri frá 1980 og fréttastjóri frá árinu 1987. Kári var síðan ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2004-2007. Hann hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður síðustu ár. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga sterkt og gott Ríkisútvarp, líkt og er í mörgum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það þarf að fylgja straumi tímans og þjóna bæði ungum og öldnum. Ríkisútvarpið er ekki húsið í Efstaleiti heldur fólkið sem þar vinnur, og að því þurfum við hlúa sem best. Jafnframt sterku Ríkisútvarpi þurfum við á traustum og góðum einkamiðlum að halda, öflugum dagblöðum, auk útvarps- og sjónvarpsstöðva af öllum stærðum og gerðum, vefmiðlum, að ógleymdum landsbyggðarmiðlum, bæði ljósvaka-, prent- og vefmiðlum,“ segir Kári Jónasson, nýkjörinn formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, í tilkynningu til fjölmiðla. Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Varamenn eru: Jón Jónsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdóttir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41