„Það væri gott að hafa sérfræðingana hjá sér“ Sigrún Harðardóttir og Ingibjörg Karlsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar