Körfubolti

Brynjar: Allar líkur á að ég verði áfram í Vesturbænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar og Darri Hilmarsson lyfta bikarnum eftirsótta
Brynjar og Darri Hilmarsson lyfta bikarnum eftirsótta vísir/bára

„Tilfinningin er frábær. Við erum ótrúlega stoltir af þessum árangri, baráttunni og karakternum í þessum hóp. Þrátt fyrir mikla erfiðleika þá sýndum við það í kvöld að við getum barist ennþá þó við séum hægir og þreyttir,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir að liðið tryggði sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með sigri á Tindastól 89-73 á heimavelli í kvöld.

Brynjar átti góðan leik fyrir KR í kvöld og gerði það sem hann gerir best, negldi niður fullkomnum þristum hverjum á eftir öðrum.

„Mér líður vel hérna í KR-heimilinu, sérstaklega þegar það eru svona leikir, og þá vill maður alltaf gefa áhorfendunum eitthvað til þess að fagna. Það er bara þannig að mér líður eins og ég, Jón, Darri og Pavel séu lykilmenn í þessum hóp í því að setja tóninn og mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik og koma hinum af stað.“

KR sýndi það í kvöld að liðið er það besta á Íslandi með þessu ótrúlega afreki eftir að hafa verið langt frá því sannfærandi í vetur.

„Síðasta mánuðinn eða tvær vikurnar höfum við verið bestir. Það er stutt þarna á milli og við vorum næstum því búnir að klúðra þessu á móti Haukum á sínum tíma og ef það hefði gerst hefðu Haukar kannski verið Ísalndsmeistarar en við erum mjög ánægðir með þetta.“

Brynjar er með þeim eldri í liðinu og hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu. Ætlar hann að leggja KR-búninginn á hilluna líka?

„Það á eftir að koma í ljós. Það er erfitt, maður er bundinn fjölskylduböndum inn í þennan klúbb og öll fjölskyldan eru KR-ingar. Við verðum að sjá til en allar líkur eru á því að ég verði í Vesturbænum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.