Forsætisráðherra vill banna eignarhald fyrirtækja í skattaskjólum í íslenska bankakerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Öskju í dag. Vísir/Bergþóra Benediktsdóttir Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira