Styttum vinnuvikuna Líf Magneudóttir skrifar 11. apríl 2018 07:00 Við ættum að vera stórhuga og stytta verulega vinnuvikuna. Reynslan af tilraunaverkefninu okkar í Reykjavík, sem rímar við reynslu annars staðar í heiminum, hefur sýnt að það hefur margvísleg áhrif til góðs á samfélagið. Þeir sem vinna færri en 40 stundir á viku eru afkastameiri hverja unna klukkustund en þeir sem vinna lengri vinnudag. Lífsgæðin versna því ekki við þetta heldur aukast. Rannsóknir sýna að landsframleiðsla er ekki meiri í þeim löndum þar sem vinnuvikan er lengri. Streita minnkar, veikindadögum fækkar og fólk er ánægðara í vinnunni. Auk þessara kosta myndast meira svigrúm til að sinna fjölskyldu, börnum og maka, ættingjum, vinum og samferðafólki okkar. Við fáum þannig meiri tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og getum frekar sinnt frístundum eða tekið þátt í samfélagslegum verkefnum. Styttri vinnuvika styrkir því lýðræðið, bætir samskipti og eflir innviði samfélagsins. Við stuðlum að meiri samfélagslegum jöfnuði með styttri vinnuviku. Forsendan fyrir framgangi í starfi felst ekki aðallega í löngum vinnudegi. Með styttri vinnuviku dregur úr kostnaði við umönnun barna, hraðinn í atvinnulífinu minnkar og færir okkur frá hugmyndinni um að vinnan sé tilgangur lífsins. Vistspor okkar minnkar, meiri tími gefst til að lifa sjálfbærara lífi og draga úr óþarfa neyslu og notkun einkabílsins. Að auki felst í þessu fyrirkomulagi auðveldari aðlögun að því að minnka við sig vinnu þegar líður á ævina og undirbúa eftirlaunaárin. Viðbrigðin við að hætta að vinna, sem oft stuðlar að veikindum, kvíða og þunglyndi, yrðu einfaldlega ekki eins mikil. Almenningsviðhorfið í þessum efnum getur breyst ansi hratt með róttækum aðgerðum. Við förum fljótt úr vanþóknun yfir í velþóknun. Ég lít svo á að þessi litlu en mikilvægu skref sem stigin hafa verið með tilraunaverkefnið í Reykjavíkurborg séu upphafið að samtali á landsvísu – samtali milli stjórnvalda, verkalýðshreyfinga, atvinnurekenda og almennings. Það yrði heillavænlegt skref, sem við Vinstri græn lögðum til á sínum tíma að yrði stigið, í átt að betra og manneskjulegra samfélagi. Til hamingju, Reykjavík, með það.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Líf Magneudóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við ættum að vera stórhuga og stytta verulega vinnuvikuna. Reynslan af tilraunaverkefninu okkar í Reykjavík, sem rímar við reynslu annars staðar í heiminum, hefur sýnt að það hefur margvísleg áhrif til góðs á samfélagið. Þeir sem vinna færri en 40 stundir á viku eru afkastameiri hverja unna klukkustund en þeir sem vinna lengri vinnudag. Lífsgæðin versna því ekki við þetta heldur aukast. Rannsóknir sýna að landsframleiðsla er ekki meiri í þeim löndum þar sem vinnuvikan er lengri. Streita minnkar, veikindadögum fækkar og fólk er ánægðara í vinnunni. Auk þessara kosta myndast meira svigrúm til að sinna fjölskyldu, börnum og maka, ættingjum, vinum og samferðafólki okkar. Við fáum þannig meiri tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og getum frekar sinnt frístundum eða tekið þátt í samfélagslegum verkefnum. Styttri vinnuvika styrkir því lýðræðið, bætir samskipti og eflir innviði samfélagsins. Við stuðlum að meiri samfélagslegum jöfnuði með styttri vinnuviku. Forsendan fyrir framgangi í starfi felst ekki aðallega í löngum vinnudegi. Með styttri vinnuviku dregur úr kostnaði við umönnun barna, hraðinn í atvinnulífinu minnkar og færir okkur frá hugmyndinni um að vinnan sé tilgangur lífsins. Vistspor okkar minnkar, meiri tími gefst til að lifa sjálfbærara lífi og draga úr óþarfa neyslu og notkun einkabílsins. Að auki felst í þessu fyrirkomulagi auðveldari aðlögun að því að minnka við sig vinnu þegar líður á ævina og undirbúa eftirlaunaárin. Viðbrigðin við að hætta að vinna, sem oft stuðlar að veikindum, kvíða og þunglyndi, yrðu einfaldlega ekki eins mikil. Almenningsviðhorfið í þessum efnum getur breyst ansi hratt með róttækum aðgerðum. Við förum fljótt úr vanþóknun yfir í velþóknun. Ég lít svo á að þessi litlu en mikilvægu skref sem stigin hafa verið með tilraunaverkefnið í Reykjavíkurborg séu upphafið að samtali á landsvísu – samtali milli stjórnvalda, verkalýðshreyfinga, atvinnurekenda og almennings. Það yrði heillavænlegt skref, sem við Vinstri græn lögðum til á sínum tíma að yrði stigið, í átt að betra og manneskjulegra samfélagi. Til hamingju, Reykjavík, með það.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar