Nýir markaðir Sigrún Jenný Barðadóttir skrifar 11. apríl 2018 07:00 Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar