Körfubolti

Haukar þurfa að glíma við Brynjar Þór annað kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar Þór fer ekki í leikbann fyrir kjaftshöggið.
Brynjar Þór fer ekki í leikbann fyrir kjaftshöggið. vísir/anton
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, er ekki á leiðinni í leikbann eftir átökin á Ásvöllum í vikunni.

Brynjar Þór sló Haukamanninn Emil Barja í andlitið í leiknum en Brynjar Þór sagði að um óviljaverk hefði verið að ræða. Því voru Haukar ósammála.

Þeir sendu inn beiðni til KKÍ um að aganefndin skoðaði atvikið. KKÍ varð við þeirri beiðni.

Eftir að hafa skoðað málið ákvað aganefndin að vísa málinu frá að því er heimildir Vísis herma. Það er því enginn á leiðinni í leikbann eftir leikinn en KR-ingurinn Kristófer Acox fékk einnig kjaftshögg í leiknum.

Fjórði leikur liðanna fer fram á DHL-höllinni klukkan 20.00 á morgun. Þar verður stuð.


Tengdar fréttir

Ívar: Þetta var viljandi hjá Brynjari

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×