Þriggja metra hrossaskítur Hildur Björnsdóttir skrifar 14. apríl 2018 07:30 Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun