Þriggja metra hrossaskítur Hildur Björnsdóttir skrifar 14. apríl 2018 07:30 Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun