Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 16:14 Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. Vísir/GVA Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið sýknaður af 603 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga. Um var að ræða fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. sem fóru fram á skaðabætur vegna tjóns sem forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna vegna þess að málin voru fyrnd. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Björgólfur Thor var stærst eigandinn í Landsbankanum fyrir hrun í gegnum félagið sitt Samson ehf. Vísir/EyþórSagðist ekki hafa borið stjórnunarábyrgð Fyrir dómi hafnaði Björgólfur því að hafa borið einhverja stjórnunarábyrgð í Landsbankanum og benti á að hann hefði aldrei tekið sæti í bankaráði. Forsvarsmenn félaganna vildu meina að Björgólfur hefði með saknæmum hætti haldið frá þeim og öðrum markaðsupplýsingum um að Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum í Landsbanka Íslands og að bankinn hefði stundað umfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn Björgólfs. Fyrir dómi taldi Björgólfur Thor kröfur forsvarsmanna félaganna ekki aðeins fyrndar heldur að horft hafi verið fram hjá meginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa.Fyrningarfresturinn hófst við hrunið Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum. Var talið að upphaf fyrningarfrestsins í þessu máli sé sá dagur sem bankahrunið varð, það er 7. október árið 2008. Þá hafi forsvarsmönnum fyrirtækjanna verið ljóst að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir þá að mati dómsins. Í dóminum kemur fram að ætla megi að það hafi ekki tekið forsvarsmenn fyrirtækjanna langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að þeirra mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu meina að gagnaöflun hefði tekið talsverðan tíma í þessum málum og því hafi umfang tjónsins ekki verið ljóst að fullu fyrr en mörgum árum eftir hrun. Annar aðilinn sagðist til að mynda ekki hafa fengið gögn afhent frá Landsbankanum fyrr en í febrúar árið 2015. Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið sýknaður af 603 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga. Um var að ræða fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. sem fóru fram á skaðabætur vegna tjóns sem forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna vegna þess að málin voru fyrnd. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Björgólfur Thor var stærst eigandinn í Landsbankanum fyrir hrun í gegnum félagið sitt Samson ehf. Vísir/EyþórSagðist ekki hafa borið stjórnunarábyrgð Fyrir dómi hafnaði Björgólfur því að hafa borið einhverja stjórnunarábyrgð í Landsbankanum og benti á að hann hefði aldrei tekið sæti í bankaráði. Forsvarsmenn félaganna vildu meina að Björgólfur hefði með saknæmum hætti haldið frá þeim og öðrum markaðsupplýsingum um að Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum í Landsbanka Íslands og að bankinn hefði stundað umfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn Björgólfs. Fyrir dómi taldi Björgólfur Thor kröfur forsvarsmanna félaganna ekki aðeins fyrndar heldur að horft hafi verið fram hjá meginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa.Fyrningarfresturinn hófst við hrunið Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum. Var talið að upphaf fyrningarfrestsins í þessu máli sé sá dagur sem bankahrunið varð, það er 7. október árið 2008. Þá hafi forsvarsmönnum fyrirtækjanna verið ljóst að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir þá að mati dómsins. Í dóminum kemur fram að ætla megi að það hafi ekki tekið forsvarsmenn fyrirtækjanna langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að þeirra mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu meina að gagnaöflun hefði tekið talsverðan tíma í þessum málum og því hafi umfang tjónsins ekki verið ljóst að fullu fyrr en mörgum árum eftir hrun. Annar aðilinn sagðist til að mynda ekki hafa fengið gögn afhent frá Landsbankanum fyrr en í febrúar árið 2015.
Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira