Opið bréf til Lífar og Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 17. apríl 2018 16:54 Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun