Fórnarlömb Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2018 10:00 Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar