Stjórnviskulegur búhnykkur – virkjum tengslanetið Anna Þóra Ísfold skrifar 18. apríl 2018 07:00 Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun