Píratískur femínismi Alexandra Briem skrifar 18. apríl 2018 19:47 Píratar eru femíniskur flokkur. Við ástundum frjálslyndan femínisma þar sem allir fá sæti við borðið. Það verður að vera rými til að vera allskonar. Þetta er mikilvægt mál sem varðar öll kyn og það þarf að finna sátt. Við viljum ekki búa til einhverja forskrift og neyða svo alla til að fylgja henni með vöndinn á loft. Það gerist of oft að hugtök, nöfn eða skilgreiningar eru gengisfelld eða dregin í svaðið á hátt sem leiðir til þess að viss hluti þeirra sem eru samt fylgjandi hugmyndunum sem hugtakið lýsir gefast upp, draga sig til baka og finna bara aðra leið til að merkja sig. Jafnréttissinni en ekki femínisti.Hagsmunir jaðarhópa Femínisminn, líkt og flestar hugmyndir, á í vandræðum með sjálfskipaða dómara um hvað sé gjaldgengur femínismi og hverjir megi vera með. Hægt hefur verið að finna mjög harðskeytta og ummæli á báða bóga. Hagsmunir jaðarhópa hafa vissulega orðið utanveltu líka. Transfólk, svartar konur og karlar sem upplifa að enginn sé að gæta sinna hagsmuna eru dæmi um slíkt. Margir karlar upplifa sig hlunnfarna enda séu þeir ekki að græða á því sem er kallað feðraveldi og efast því um tilvist þess. Vandinn sem femínisma er ætlað að takast á við bitnar ekki síður á körlum sem falla ekki að réttri týpu karlmennsku.Flótti frá efnislegri umræðu Góð hliðstæða á því hvað gerist þegar fólk hopar endalaust vegna rifrildis um orðaval er Borgarlína. Það hentar sumum pólitískt að vera á móti til að vera á móti. Þegar litið er undir yfirborðið þá er flokkurinn sem talar mest á móti Borgarlínu raunar ekki á móti markmiðunum. Raunar hafa þau lýst yfir stuðning við búta og búta borgarlínu og virðast fyrst og fremst setja sig upp á móti faglegum vinnubrögðum og heildstæðri áætlun. Því þegar á þau er gengið þá vilja fulltrúar flokksins allt það sem boðað er. Sumir stjórnmálamenn fara þá að gefa eftir og vilja bara finna nýtt orð; hætta að tala um borgarlínu, köllum það bætt samgöngukerfi, hraðavagnabrautir eða eitthvað. Látum það liggja á milli hluta hvað þessi nálgun er yfirborðskennd og raunar eins og vísvitandi flótti frá efnislegri umræðu. Vandinn við það að hopa endalaust vegna orðavals og hugtaka er að það verðlaunar þá sem stunda þá pólitík að grafa undan og skruma en hafa enga sýn. Þess utan þá getum við bara verið allskonar og af því leiðir væntanlega að við getum kallað okkur allskonar þótt aðrir kalli sig allskonar.Skemmandi staðalmyndir Hvernig tengist þetta femínisma? Jú, mér finnst þessi umræða, þar sem vissir hópar sem eru hart á móti femínisma og hafa núna lengi talað hugtakið niður og fundið allt mögulegt þeirri hugmyndafræði til foráttu en segjast þó sammála markmiðum þeirra. Þegar ólíkir hópar hlusta mest á þá reiðustu úr röðum annarra hópa og leyfa þeim sem hafa hæst að skilgreina alla anga umræðunnar verður óumflýjanlegt að við hættum að hlusta. Um leið og við hættum að hlusta er stríðið tapað. Það sem við viljum gera er að fá alla að borðinu. Femínismi Pírata snýst um jafnan rétt, jafna möguleika og frelsi frá takmarkandi og skemmandi staðalmyndum um kyn, kynhneigð og félagsleg hlutverk. Þegar við tölum um skemmandi staðalmyndir, þá eigum við ekki við að það megi ekki vera massaður karl á stórum bíl sem elskar fótbolta, eða nett prinsessa í bleikum kjól..Við viljum sameinast um að senda út þau skilaboð að einstaklingurinn sjálfur ákveðið eigin gildi, ímynd og sýn á sjálfan sig.Jafnrétti fyrir alla Blessunarlega ýta fæstir undir staðalímyndir vísvitandi. Þetta eru mest samlegðaráhrif ótal hefða og viðmiða. Væntinga sem við höfum ómeðvitað. Alls konar staðalmyndir í undirmeðvitund okkar. Þegar allt kemur til alls þá er heiðarlegt að kalla sig réttum nöfnun en ekki hlaupa undan merkjum vegna þess að því fylgir gagnrýni. Píratahugsjónin er hugsjón um þátttöku allra. Það er heiðarlegt fyrir femínista að fara ekki undan í flæmingi og merkja sig öðru hugtaki en við á. Femínismi snýst um jafnrétti fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð, kynvitund eða öðru kyngerfi. Við lítum mjög alvarlegum augum að skólakerfið virðist vera að bregðast drengjum. Skólakerfið virðist ekki kunna eða vera tilbúið að beita aðferðum sem vekja áhuga þeirra á námsefninu og finna þeim námsefni við hæfi. Áhersla Pírata er einstaklingsmiðað nám sem geri ráð fyrir þeim mun sem er milli einstaklinga. Þetta snýst um að allir eigi að geta átt aðkomu að umræðu og eignarhald í ákvarðanatöku. Enginn á að upplifa að þeirra réttindi eða tilfinningar séu að gleymast eða verða útundan.Höfundur skipar 3.sæti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Píratar eru femíniskur flokkur. Við ástundum frjálslyndan femínisma þar sem allir fá sæti við borðið. Það verður að vera rými til að vera allskonar. Þetta er mikilvægt mál sem varðar öll kyn og það þarf að finna sátt. Við viljum ekki búa til einhverja forskrift og neyða svo alla til að fylgja henni með vöndinn á loft. Það gerist of oft að hugtök, nöfn eða skilgreiningar eru gengisfelld eða dregin í svaðið á hátt sem leiðir til þess að viss hluti þeirra sem eru samt fylgjandi hugmyndunum sem hugtakið lýsir gefast upp, draga sig til baka og finna bara aðra leið til að merkja sig. Jafnréttissinni en ekki femínisti.Hagsmunir jaðarhópa Femínisminn, líkt og flestar hugmyndir, á í vandræðum með sjálfskipaða dómara um hvað sé gjaldgengur femínismi og hverjir megi vera með. Hægt hefur verið að finna mjög harðskeytta og ummæli á báða bóga. Hagsmunir jaðarhópa hafa vissulega orðið utanveltu líka. Transfólk, svartar konur og karlar sem upplifa að enginn sé að gæta sinna hagsmuna eru dæmi um slíkt. Margir karlar upplifa sig hlunnfarna enda séu þeir ekki að græða á því sem er kallað feðraveldi og efast því um tilvist þess. Vandinn sem femínisma er ætlað að takast á við bitnar ekki síður á körlum sem falla ekki að réttri týpu karlmennsku.Flótti frá efnislegri umræðu Góð hliðstæða á því hvað gerist þegar fólk hopar endalaust vegna rifrildis um orðaval er Borgarlína. Það hentar sumum pólitískt að vera á móti til að vera á móti. Þegar litið er undir yfirborðið þá er flokkurinn sem talar mest á móti Borgarlínu raunar ekki á móti markmiðunum. Raunar hafa þau lýst yfir stuðning við búta og búta borgarlínu og virðast fyrst og fremst setja sig upp á móti faglegum vinnubrögðum og heildstæðri áætlun. Því þegar á þau er gengið þá vilja fulltrúar flokksins allt það sem boðað er. Sumir stjórnmálamenn fara þá að gefa eftir og vilja bara finna nýtt orð; hætta að tala um borgarlínu, köllum það bætt samgöngukerfi, hraðavagnabrautir eða eitthvað. Látum það liggja á milli hluta hvað þessi nálgun er yfirborðskennd og raunar eins og vísvitandi flótti frá efnislegri umræðu. Vandinn við það að hopa endalaust vegna orðavals og hugtaka er að það verðlaunar þá sem stunda þá pólitík að grafa undan og skruma en hafa enga sýn. Þess utan þá getum við bara verið allskonar og af því leiðir væntanlega að við getum kallað okkur allskonar þótt aðrir kalli sig allskonar.Skemmandi staðalmyndir Hvernig tengist þetta femínisma? Jú, mér finnst þessi umræða, þar sem vissir hópar sem eru hart á móti femínisma og hafa núna lengi talað hugtakið niður og fundið allt mögulegt þeirri hugmyndafræði til foráttu en segjast þó sammála markmiðum þeirra. Þegar ólíkir hópar hlusta mest á þá reiðustu úr röðum annarra hópa og leyfa þeim sem hafa hæst að skilgreina alla anga umræðunnar verður óumflýjanlegt að við hættum að hlusta. Um leið og við hættum að hlusta er stríðið tapað. Það sem við viljum gera er að fá alla að borðinu. Femínismi Pírata snýst um jafnan rétt, jafna möguleika og frelsi frá takmarkandi og skemmandi staðalmyndum um kyn, kynhneigð og félagsleg hlutverk. Þegar við tölum um skemmandi staðalmyndir, þá eigum við ekki við að það megi ekki vera massaður karl á stórum bíl sem elskar fótbolta, eða nett prinsessa í bleikum kjól..Við viljum sameinast um að senda út þau skilaboð að einstaklingurinn sjálfur ákveðið eigin gildi, ímynd og sýn á sjálfan sig.Jafnrétti fyrir alla Blessunarlega ýta fæstir undir staðalímyndir vísvitandi. Þetta eru mest samlegðaráhrif ótal hefða og viðmiða. Væntinga sem við höfum ómeðvitað. Alls konar staðalmyndir í undirmeðvitund okkar. Þegar allt kemur til alls þá er heiðarlegt að kalla sig réttum nöfnun en ekki hlaupa undan merkjum vegna þess að því fylgir gagnrýni. Píratahugsjónin er hugsjón um þátttöku allra. Það er heiðarlegt fyrir femínista að fara ekki undan í flæmingi og merkja sig öðru hugtaki en við á. Femínismi snýst um jafnrétti fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð, kynvitund eða öðru kyngerfi. Við lítum mjög alvarlegum augum að skólakerfið virðist vera að bregðast drengjum. Skólakerfið virðist ekki kunna eða vera tilbúið að beita aðferðum sem vekja áhuga þeirra á námsefninu og finna þeim námsefni við hæfi. Áhersla Pírata er einstaklingsmiðað nám sem geri ráð fyrir þeim mun sem er milli einstaklinga. Þetta snýst um að allir eigi að geta átt aðkomu að umræðu og eignarhald í ákvarðanatöku. Enginn á að upplifa að þeirra réttindi eða tilfinningar séu að gleymast eða verða útundan.Höfundur skipar 3.sæti Pírata í Reykjavík.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun