Réttið hlut ljósmæðra! Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar