Hræðileg byrjun hjá Ólafíu í LA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 20:53 Ólafía fór hrikalega af stað í dag en náði að snúa skútunni aðeins þegar leið á daginn. vísir/afp Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Ólafía byrjaði á skolla strax á fyrstu braut. Hún paraði næstu tvær holur en fékk svo skolla á 4. og 5. braut, tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu og skolla á sjöundu og var komin sex högg yfir parið. Íþróttamaður ársins 2017 náði að bjarga einu höggi á níundu holu og kláraði því fyrri níu á fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru mun betri hjá Ólafíu, hún fór þær allar á pari nema þá 14., þar fékk hún fugl. Því lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari. Útlitið var þó ágætt hjá Ólafíu, hún var í kringum 70. - 80. sætið og hefði góð spilamennska á morgun alveg getað skilað henni í gegnum niðurskurðin. Eftir því sem leið á kvöldið féll hún þó neðar og neðar í töflunni, þrátt fyrir að tapa ekki höggi, því fleiri kylfingar hófu leik og röðuðu sér í sætin fyrir ofan hana. Þegar þessi frétt er skrifuð er Ólafía í 107. - 114. sæti og enn eiga 18 kylfingar eftir að fara út í brautina og fjölmargir eru enn að spila sinn hring. Miðað við stöðuna þegar þessi frétt er skrifuð ætti niðurskurðarlínan á morgun að vera í kringum parið eða eitt högg yfir pari. Því er vel möguleiki fyrir Ólafíu að komast þar í gegn, en þá þarf hún að spila mun betur en hún gerði í byrjun dags í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Ólafía byrjaði á skolla strax á fyrstu braut. Hún paraði næstu tvær holur en fékk svo skolla á 4. og 5. braut, tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu og skolla á sjöundu og var komin sex högg yfir parið. Íþróttamaður ársins 2017 náði að bjarga einu höggi á níundu holu og kláraði því fyrri níu á fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru mun betri hjá Ólafíu, hún fór þær allar á pari nema þá 14., þar fékk hún fugl. Því lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari. Útlitið var þó ágætt hjá Ólafíu, hún var í kringum 70. - 80. sætið og hefði góð spilamennska á morgun alveg getað skilað henni í gegnum niðurskurðin. Eftir því sem leið á kvöldið féll hún þó neðar og neðar í töflunni, þrátt fyrir að tapa ekki höggi, því fleiri kylfingar hófu leik og röðuðu sér í sætin fyrir ofan hana. Þegar þessi frétt er skrifuð er Ólafía í 107. - 114. sæti og enn eiga 18 kylfingar eftir að fara út í brautina og fjölmargir eru enn að spila sinn hring. Miðað við stöðuna þegar þessi frétt er skrifuð ætti niðurskurðarlínan á morgun að vera í kringum parið eða eitt högg yfir pari. Því er vel möguleiki fyrir Ólafíu að komast þar í gegn, en þá þarf hún að spila mun betur en hún gerði í byrjun dags í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira