Viltu vera vinur minn? Fyrri hluti Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2018 09:00 Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun