Að virkja lýðræðið! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. apríl 2018 14:30 Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun