Ljósmóðir Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun