Teitur Örlygs um Matthías Orra: „Eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 14:30 Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4 Dominos-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4
Dominos-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira