Taugarnar héldu og Reed vann sitt fyrsta risamót Ísak Jasonarson skrifar 8. apríl 2018 22:45 Patrick Reed fagnar sigri í dag. Vísri/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira