Svik og svindl Oddný Harðardóttir skrifar 20. mars 2018 07:00 Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Því miður virðist sem slíkum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu, ekki síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Ódýra vinnuaflinu er ætlað að auka gróða fyrirtækjanna og bæta samkeppnisstöðu þeirra. Fórnarlömbin eru oft hrædd við að tjá sig og eru í raun þau einu sem taka áhættu með glæpnum. Þau lenda í vandræðum fyrir að segja frá, eru tryggingalaus og missa vinnuna. Hagvöxtur hér á landi hefði ekki orðið undanfarin ár nema fyrir innflutt vinnuafl. Það er óþolandi að velferð okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði, þar sem fyrirtæki flytja inn fólk og stela af því laununum. Þetta getum við ekki látið óátalið eða afskiptalaust. Við getum ekki látið viðgangast að hagvöxtur á Íslandi sé borinn uppi með svikum og svindli. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði og Samtök jafnaðarmanna og launþegahreyfinga á Norðurlöndunum, hafa haft félagsleg undirboð til umfjöllunar á liðnum misserum. Í okkar huga leikur enginn vafi á því að félagsleg undirboð ógna sjálfum grundvelli norræna módelsins sem einmitt byggir á afkomuöryggi allra og samstöðu um réttindi og kjör sem gilda fyrir alla. Heilbrigður vinnumarkaður er undirstaða góðra samfélaga og svikin verður að stöðva hér á landi. Brotastarfsemin beinist einkum að þeim sem eru veikastir fyrir, ungu fólki og erlendum starfsmönnum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Félagslegt undirboð er glæpur sem kallar á skýr viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Stjórnvöld og stofnanir, samtök atvinnulífsins og stéttarfélög verða að viðurkenna það í raun. Þau eru glæpur gagnvart fólki, bæði fjárhagslegur og félagslegur, og viðbrögðin eiga að vera í samræmi við það. Svik og svindl á vinnumarkaði er í fullkominni andstöðu við velferðarsamfélag sem byggir á trausti, virðingu, samstarfi, jafnrétti og jöfnuði.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Því miður virðist sem slíkum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu, ekki síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Ódýra vinnuaflinu er ætlað að auka gróða fyrirtækjanna og bæta samkeppnisstöðu þeirra. Fórnarlömbin eru oft hrædd við að tjá sig og eru í raun þau einu sem taka áhættu með glæpnum. Þau lenda í vandræðum fyrir að segja frá, eru tryggingalaus og missa vinnuna. Hagvöxtur hér á landi hefði ekki orðið undanfarin ár nema fyrir innflutt vinnuafl. Það er óþolandi að velferð okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði, þar sem fyrirtæki flytja inn fólk og stela af því laununum. Þetta getum við ekki látið óátalið eða afskiptalaust. Við getum ekki látið viðgangast að hagvöxtur á Íslandi sé borinn uppi með svikum og svindli. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði og Samtök jafnaðarmanna og launþegahreyfinga á Norðurlöndunum, hafa haft félagsleg undirboð til umfjöllunar á liðnum misserum. Í okkar huga leikur enginn vafi á því að félagsleg undirboð ógna sjálfum grundvelli norræna módelsins sem einmitt byggir á afkomuöryggi allra og samstöðu um réttindi og kjör sem gilda fyrir alla. Heilbrigður vinnumarkaður er undirstaða góðra samfélaga og svikin verður að stöðva hér á landi. Brotastarfsemin beinist einkum að þeim sem eru veikastir fyrir, ungu fólki og erlendum starfsmönnum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Félagslegt undirboð er glæpur sem kallar á skýr viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Stjórnvöld og stofnanir, samtök atvinnulífsins og stéttarfélög verða að viðurkenna það í raun. Þau eru glæpur gagnvart fólki, bæði fjárhagslegur og félagslegur, og viðbrögðin eiga að vera í samræmi við það. Svik og svindl á vinnumarkaði er í fullkominni andstöðu við velferðarsamfélag sem byggir á trausti, virðingu, samstarfi, jafnrétti og jöfnuði.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar