Svik og svindl Oddný Harðardóttir skrifar 20. mars 2018 07:00 Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Því miður virðist sem slíkum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu, ekki síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Ódýra vinnuaflinu er ætlað að auka gróða fyrirtækjanna og bæta samkeppnisstöðu þeirra. Fórnarlömbin eru oft hrædd við að tjá sig og eru í raun þau einu sem taka áhættu með glæpnum. Þau lenda í vandræðum fyrir að segja frá, eru tryggingalaus og missa vinnuna. Hagvöxtur hér á landi hefði ekki orðið undanfarin ár nema fyrir innflutt vinnuafl. Það er óþolandi að velferð okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði, þar sem fyrirtæki flytja inn fólk og stela af því laununum. Þetta getum við ekki látið óátalið eða afskiptalaust. Við getum ekki látið viðgangast að hagvöxtur á Íslandi sé borinn uppi með svikum og svindli. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði og Samtök jafnaðarmanna og launþegahreyfinga á Norðurlöndunum, hafa haft félagsleg undirboð til umfjöllunar á liðnum misserum. Í okkar huga leikur enginn vafi á því að félagsleg undirboð ógna sjálfum grundvelli norræna módelsins sem einmitt byggir á afkomuöryggi allra og samstöðu um réttindi og kjör sem gilda fyrir alla. Heilbrigður vinnumarkaður er undirstaða góðra samfélaga og svikin verður að stöðva hér á landi. Brotastarfsemin beinist einkum að þeim sem eru veikastir fyrir, ungu fólki og erlendum starfsmönnum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Félagslegt undirboð er glæpur sem kallar á skýr viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Stjórnvöld og stofnanir, samtök atvinnulífsins og stéttarfélög verða að viðurkenna það í raun. Þau eru glæpur gagnvart fólki, bæði fjárhagslegur og félagslegur, og viðbrögðin eiga að vera í samræmi við það. Svik og svindl á vinnumarkaði er í fullkominni andstöðu við velferðarsamfélag sem byggir á trausti, virðingu, samstarfi, jafnrétti og jöfnuði.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Því miður virðist sem slíkum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu, ekki síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Ódýra vinnuaflinu er ætlað að auka gróða fyrirtækjanna og bæta samkeppnisstöðu þeirra. Fórnarlömbin eru oft hrædd við að tjá sig og eru í raun þau einu sem taka áhættu með glæpnum. Þau lenda í vandræðum fyrir að segja frá, eru tryggingalaus og missa vinnuna. Hagvöxtur hér á landi hefði ekki orðið undanfarin ár nema fyrir innflutt vinnuafl. Það er óþolandi að velferð okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði, þar sem fyrirtæki flytja inn fólk og stela af því laununum. Þetta getum við ekki látið óátalið eða afskiptalaust. Við getum ekki látið viðgangast að hagvöxtur á Íslandi sé borinn uppi með svikum og svindli. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði og Samtök jafnaðarmanna og launþegahreyfinga á Norðurlöndunum, hafa haft félagsleg undirboð til umfjöllunar á liðnum misserum. Í okkar huga leikur enginn vafi á því að félagsleg undirboð ógna sjálfum grundvelli norræna módelsins sem einmitt byggir á afkomuöryggi allra og samstöðu um réttindi og kjör sem gilda fyrir alla. Heilbrigður vinnumarkaður er undirstaða góðra samfélaga og svikin verður að stöðva hér á landi. Brotastarfsemin beinist einkum að þeim sem eru veikastir fyrir, ungu fólki og erlendum starfsmönnum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Félagslegt undirboð er glæpur sem kallar á skýr viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Stjórnvöld og stofnanir, samtök atvinnulífsins og stéttarfélög verða að viðurkenna það í raun. Þau eru glæpur gagnvart fólki, bæði fjárhagslegur og félagslegur, og viðbrögðin eiga að vera í samræmi við það. Svik og svindl á vinnumarkaði er í fullkominni andstöðu við velferðarsamfélag sem byggir á trausti, virðingu, samstarfi, jafnrétti og jöfnuði.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun