Körfubolti

Helgi Már leggur skóna á hilluna í vor

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Helgi Már hlustar á þjóðsönginn í Berlin af innlifun.
Helgi Már hlustar á þjóðsönginn í Berlin af innlifun. Vísir/Valli

Helgi Már Magnússon, leikmaður KR og íslenska landsliðsins í körfubolta, tilkynnti í samtali við Karfan.is í dag að þetta tímabil yrði hans síðasta sem leikmaður.

Kemur fram í viðtali að Helgi Már sem er 33 árs gamall sé að flytja með konu sinni, Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu, til Washington þar sem Guðrún Sóley myndi hefja störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

„Ég myndi halda það að þetta verði mitt síðasta tímabil í körfuboltanum. Við erum að fara út í tvö og hálft ár og ég tel líklegt að þetta verði endalok ferilsins,“ sagði Helgi Már í samtali við blaðamann Karfan.is en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Helgi Már viðurkenndi að þetta væri stór ákvörðun að taka en að hún væri tímabær.

„Þetta er auðvitað stór ákvörðun en fjölskyldan er búin að sitja oft á hakanum þegar kemur að ákvörðunum og karfan hefur stýrt miklu í lífi mínu undanfarin ár.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.