Fundu múmíu í „tómri“ kistu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:25 Rannsókn á innihaldi kistunnar lauk í síðustu viku. Háskólinn í Sydney Vísindamenn í Ástralíu hafa fundið leifar múmíu ofan í 2500 ára gamalli kistu sem áður hafði verið talin tóm. Steinkistan hafði legið óhreyfð í háskólasafninu í Sydney í rúmlega 150 ár. Þegar vísindamenn opnuðu kistuna í fyrra brá þeim í brún - ofan í henni voru mannabein. Vísindamennirnir telja að líkamsleifarnar hafi verið skemmdar, líklega af grafræningjum, einhvern tímann í rúmlega 2000 ára sögu kistunnar. Fornleifafræðingurinn dr. James Fraser segir í samtali við breska ríkisútvarpið að uppgötvunin hafi verið mögnuð upplifun. „Það var bara svo ótrúlega furðulegt sem við sáum - eitt af þessum augnablikum þar sem þú getur ekki annað gert en að draga andann og njóta andartaksins,“ segir Fraser um uppgötvunina, sem var opinberuð nú á dögunum.„Ég hef aldrei grafið upp egypskt grafhýsi en þetta kemst nokkuð nálægt því.“ Steinkistan er ein fjögurra sem fluttar voru til Ástralíu á árunum í kringum 1860. Í flokkunarkerfi safnsins var hún sögð vera tóm og að sögn Fraser var hún ekki tilkomumikil að sjá. Hinar kisturnar þrjár fengu þannig allar miklu meiri athygli vísindamanna, enda heillegar og innihéldu allar vel varðveittar múmíur. Fræðimenn munu nú reyna að bera kennsl á líkamsleifarnar sem eru sem fyrr segir illa farnar. Á kistunni segir að hún hafi verið smíðuð fyrir konu að nafni Mer-Neith-it-es, sem annað hvort var prestur eða dýrkandi. Fræðimennirnir telja að grafræningjar hafi einhvern tímann farið ofan í kistuna, hvenær sé hins vegar erfitt að segja. Aðeins um 10 prósent séu eftir af líkinu sem lagt var ofan í steinkistuna um 600 árum fyrir Krist. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Vísindamenn í Ástralíu hafa fundið leifar múmíu ofan í 2500 ára gamalli kistu sem áður hafði verið talin tóm. Steinkistan hafði legið óhreyfð í háskólasafninu í Sydney í rúmlega 150 ár. Þegar vísindamenn opnuðu kistuna í fyrra brá þeim í brún - ofan í henni voru mannabein. Vísindamennirnir telja að líkamsleifarnar hafi verið skemmdar, líklega af grafræningjum, einhvern tímann í rúmlega 2000 ára sögu kistunnar. Fornleifafræðingurinn dr. James Fraser segir í samtali við breska ríkisútvarpið að uppgötvunin hafi verið mögnuð upplifun. „Það var bara svo ótrúlega furðulegt sem við sáum - eitt af þessum augnablikum þar sem þú getur ekki annað gert en að draga andann og njóta andartaksins,“ segir Fraser um uppgötvunina, sem var opinberuð nú á dögunum.„Ég hef aldrei grafið upp egypskt grafhýsi en þetta kemst nokkuð nálægt því.“ Steinkistan er ein fjögurra sem fluttar voru til Ástralíu á árunum í kringum 1860. Í flokkunarkerfi safnsins var hún sögð vera tóm og að sögn Fraser var hún ekki tilkomumikil að sjá. Hinar kisturnar þrjár fengu þannig allar miklu meiri athygli vísindamanna, enda heillegar og innihéldu allar vel varðveittar múmíur. Fræðimenn munu nú reyna að bera kennsl á líkamsleifarnar sem eru sem fyrr segir illa farnar. Á kistunni segir að hún hafi verið smíðuð fyrir konu að nafni Mer-Neith-it-es, sem annað hvort var prestur eða dýrkandi. Fræðimennirnir telja að grafræningjar hafi einhvern tímann farið ofan í kistuna, hvenær sé hins vegar erfitt að segja. Aðeins um 10 prósent séu eftir af líkinu sem lagt var ofan í steinkistuna um 600 árum fyrir Krist.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira