Pútín skrifar brunann á „glæpsamlega vanrækslu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:40 Vladimir Pútín virti fyrir sér leikföngin sem búið er að leggja á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar til minningar um þá sem fórust. Flestir þeirra voru börn. Vísir/Getty Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að eldurinn sem varð 64 að bana í verslunarmiðstöð í Síberíu sé afsprengi „glæpsamlegrar vanrækslu“ Forsetinn heimsótti rústir verslunarmiðstöðvarinnar nú í morgun og var tíðrætt um hroðvirkni og viðvaningshátt þegar talið barst að öryggismálum verslunarmiðstöðvarinnar. Rannsakendur telja að búið hafi verið að slökkva á brunabjöllum og byrgja fyrir neyðarútganga þegar eldurinn braust út á sunnudag. Flestir hinna látnu voru börn sem höfðu verið að skemmta sér á leiksvæði verslunarmiðstöðvarinnar. Á myndbandsupptökum sést hvernig eldurinn breiddist út á ógnarhraða og svartur reykjarmökkur sá til þess að skyggnið innandyra var ekkert.Sjá einnig: Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllumFréttastofan Interfax segir um 300 manns hafa mótmælt við höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar og krafist afsagnar allra sem eiga í hlut. Þetta er ekki „stríðsverknaður eða metan-sprenging í námu,“ sagði Pútín við fréttamenn er hann stóð í rústum verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk, börn koma hingað til að slaka á. Við tölum um lýðfræði og allt þetta fólk lést út af hverju? Út af glæpsamlegri vanrækslu, hroðvirkni,“ sagði Pútín. Eldurinn átti upptök sín á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, sem sögð var full af fólki eins og alla jafna á sunnudögum. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést hvernig fólk fleygði sér út um glugga til að verða ekki eldinum að bráð. Rannsóknarnefnd sem kannar málið telur að öryggissérfræðingur verslunarmiðstöðvarinnar hafi slökkt á brunaviðvörunarkerfinu eftir að hafa fengið veður af eldinum. Rannsókn nefndarinnar lýtur því ekki síst að því að draga menn til ábyrgðar og hafa fimm verið handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Tengdar fréttir Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39 Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43 Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að eldurinn sem varð 64 að bana í verslunarmiðstöð í Síberíu sé afsprengi „glæpsamlegrar vanrækslu“ Forsetinn heimsótti rústir verslunarmiðstöðvarinnar nú í morgun og var tíðrætt um hroðvirkni og viðvaningshátt þegar talið barst að öryggismálum verslunarmiðstöðvarinnar. Rannsakendur telja að búið hafi verið að slökkva á brunabjöllum og byrgja fyrir neyðarútganga þegar eldurinn braust út á sunnudag. Flestir hinna látnu voru börn sem höfðu verið að skemmta sér á leiksvæði verslunarmiðstöðvarinnar. Á myndbandsupptökum sést hvernig eldurinn breiddist út á ógnarhraða og svartur reykjarmökkur sá til þess að skyggnið innandyra var ekkert.Sjá einnig: Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllumFréttastofan Interfax segir um 300 manns hafa mótmælt við höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar og krafist afsagnar allra sem eiga í hlut. Þetta er ekki „stríðsverknaður eða metan-sprenging í námu,“ sagði Pútín við fréttamenn er hann stóð í rústum verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk, börn koma hingað til að slaka á. Við tölum um lýðfræði og allt þetta fólk lést út af hverju? Út af glæpsamlegri vanrækslu, hroðvirkni,“ sagði Pútín. Eldurinn átti upptök sín á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, sem sögð var full af fólki eins og alla jafna á sunnudögum. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést hvernig fólk fleygði sér út um glugga til að verða ekki eldinum að bráð. Rannsóknarnefnd sem kannar málið telur að öryggissérfræðingur verslunarmiðstöðvarinnar hafi slökkt á brunaviðvörunarkerfinu eftir að hafa fengið veður af eldinum. Rannsókn nefndarinnar lýtur því ekki síst að því að draga menn til ábyrgðar og hafa fimm verið handteknir vegna gruns um aðild að málinu.
Tengdar fréttir Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39 Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43 Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39
Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43
Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49