Lífsbjörgin SÁÁ Baldur Borgþórsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Við ökum inn Stórhöfða og beygjum inn að húsi nr. 45, þar sem sjúkrahús SÁÁ, Vogur, stendur. Það fyrsta sem vekur athygli er að skyndilega endar vegagerð borgarinnar og við tekur holóttur malarvegur. Reykjavíkurborg hefur nefnilega ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum hvað varðar vegagerð og viðhald þegar kemur að veginum að Vogi og hefur ekki gert síðustu 40 ár. Oftar en ekki hefur SÁÁ þurft með eigin hendi að sinna snjómokstri og bráðaviðhaldi, slíkt hefur ekki verið í boði af hendi borgarinnar. Rétt er að taka fram að téður vegur er hluti gatnakerfis er fellur undir umsjá borgarinnar. Nú skyldi maður ætla að þarna séu haldbærar skýringar á, t.d. að hús nr. 45 sé ekki í notkun. En því fer víðs fjarri, þarna er rekið sjúkrahús SÁÁ sem hefur á liðnum árum átt stærstan þátt í að bjarga 26 þúsund mannslífum og í leiðinni með beinum hætti bætt líf ættingja og vina viðkomandi sem taldir eru í hundruðum þúsunda. Víkur nú sögu að aðkomu borgarinnar hvað varðar rekstrarkostnað sjúkrahússins og er sú upptalning stutt, hún er engin! Sama gildir um endurhæfingarsjúkrahús SÁÁ, Vík, sem og göngudeild í Efstaleiti. Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þessarar starfsemi og munum leggja okkar af mörkum til að starfseminni verði tryggð örugg rekstrarafkoma og sýnd sú virðing sem henni ber. Til þess þurfum við umboð kjósenda. Tökum höndum saman, klárum gatnagerð að Vogi og tryggjum afkomu eins mikilvægasta spítala landsins.Höfundur er í 3. sæti Miðflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við ökum inn Stórhöfða og beygjum inn að húsi nr. 45, þar sem sjúkrahús SÁÁ, Vogur, stendur. Það fyrsta sem vekur athygli er að skyndilega endar vegagerð borgarinnar og við tekur holóttur malarvegur. Reykjavíkurborg hefur nefnilega ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum hvað varðar vegagerð og viðhald þegar kemur að veginum að Vogi og hefur ekki gert síðustu 40 ár. Oftar en ekki hefur SÁÁ þurft með eigin hendi að sinna snjómokstri og bráðaviðhaldi, slíkt hefur ekki verið í boði af hendi borgarinnar. Rétt er að taka fram að téður vegur er hluti gatnakerfis er fellur undir umsjá borgarinnar. Nú skyldi maður ætla að þarna séu haldbærar skýringar á, t.d. að hús nr. 45 sé ekki í notkun. En því fer víðs fjarri, þarna er rekið sjúkrahús SÁÁ sem hefur á liðnum árum átt stærstan þátt í að bjarga 26 þúsund mannslífum og í leiðinni með beinum hætti bætt líf ættingja og vina viðkomandi sem taldir eru í hundruðum þúsunda. Víkur nú sögu að aðkomu borgarinnar hvað varðar rekstrarkostnað sjúkrahússins og er sú upptalning stutt, hún er engin! Sama gildir um endurhæfingarsjúkrahús SÁÁ, Vík, sem og göngudeild í Efstaleiti. Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þessarar starfsemi og munum leggja okkar af mörkum til að starfseminni verði tryggð örugg rekstrarafkoma og sýnd sú virðing sem henni ber. Til þess þurfum við umboð kjósenda. Tökum höndum saman, klárum gatnagerð að Vogi og tryggjum afkomu eins mikilvægasta spítala landsins.Höfundur er í 3. sæti Miðflokksins í Reykjavík
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar