Páskar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. mars 2018 15:00 Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun