Framsókn til framtíðar Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Fjölmennu og afar vel heppnuðu flokksþingi Framsóknar lauk í gær. Yfirskrift þess var Framsókn til framtíðar. Við höfum í hendi okkar hvernig við vinnum úr tækifærum framtíðarinnar og hvernig sú saga verður skrifuð. Á kjörtímabilinu verður unnið að því að byggja upp gott og samkeppnishæft samfélag. Engum vafa er undirorpið að ríkuleg verðmæti felast í því að landið allt sé í blómlegri byggð. Við eigum að vera í fremstu röð hvað jöfnuð snertir og skapa hvata til að laða ungt vel menntað fólk til þess að setjast að á landsbyggðinni. Sýn Framsóknarflokksins er að íbúar landsins hafi jöfn tækifæri hvar sem þeir búa á landinu. Sem dæmi má nefna að íbúar á Raufarhöfn eða Þingeyri eiga rétt á að hafa sama aðgengi að grunnþjónustu og Reykvíkingar.Jöfn tækifæri Samfélagið er á fleygiferð. Framundan er tæknibylting sem breytir því hvernig við lifum og störfum. Störfin munu breytast og þau munu færast til. Tæknin tengir saman byggðir og Ísland við umheiminn. Ljósleiðarinn og verkefnið Ísland ljóstengt er gott dæmi um framsækna stefnu okkar framsóknarmanna. Heilbrigðiskerfið þarf að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Þjónustan á að vera sem mest í nærsamfélaginu, en jafnframt þarf að vera gott aðgengi að henni á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að spyrna við fæti á svæðum sem búa við fólksfækkun og einhæft atvinnulífi. Um allt land er verk að vinna.Menntamál Á aldarafmæli Framsóknarflokksins, í desember 2016, var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Stefnan var síðan kynnt á nýliðnu flokksþingi. Því miður eru mennta- og skólamál víða í ólagi og starfsumhverfi skólanna þarf að bæta. Skólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður. Það er skylda okkar að efla skólastarfið á öllum stigum. Kennarar verja margir hverjir meiri tíma með börnunum en foreldrar. Þeir hafa áhrif á mannauð framtíðarinnar. Okkur ber skylda til þess að styðja betur við kennarana, en hér þurfa ríki og sveitarfélög að koma að. Við megum ekki missa fleiri störf úr landi. Það þarf að efla nýsköpun og þróun á öllum skólastigum enda er menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um störfin okkar. Hvernig okkur tekst til mun ráða miklu um framtíðarlífskjör á Íslandi.Samgöngur Við vitum líka að vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi um land allt. Samgöngur eru hreyfiafl samfélagsins hvernig sem á það er litið. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar. Sum okkar eru einnig háð því að samgöngur á sjó séu skilvirkar. Frá og með deginum í dag verður sama fargjald og er til og frá Landeyjahöfn, þó siglt sé í Þorlákshöfn. Það er byggðastefna í verki. Vegakerfið hefur setið á hakanum og krefst risavaxinna fjármuna. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi uppbyggingu í vegamálum. Vegakerfið var ekki byggt fyrir þá umferð sem við horfum nú upp á. Við höfum ekki undan við að endurbyggja þjóðvegina og koma þeim í það horf sem nútíma þjóðfélag krefst. Ástæðurnar eru öllum kunnar: Of lág fjárframlög til vegamála, stóraukin umferð og álag á vegakerfið. Verkefnið er stórt og við ætlum í uppbygginu, enda veitir ekki af. Við ætlum einnig að gera innanlandsflugið að raunhæfari kosti fyrir íbúa í dreifðum byggðum og tengja byggðir landsins saman með almenningssamgöngum. Aukin notkun mun stuðla að fjölgun ferðamanna um landið, allt árið um kring.Húsnæði Framsóknarflokkurinn hefur áorkað miklu í húsnæðismálum. Lög um fyrstu fasteign skiluðu góðum árangri fyrir fyrstu kaupendur. Húsnæðissamvinnufélög fengu betri umgjörð. En við viljum gera betur og halda áfram að styðja við ungt fólk. Við höfum horft til annarra þjóða í þeim efnum. Og hvernig við getum lært af þeim sem hafa glímt við sams konar vanda og fundið á honum lausnir. Staðan er alvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig vítt og breitt um landið.Ísland í fremstu röð Fyrir kosningar lögðum við áherslu á að bankarnir nýttu strax það svigrúm sem þeir hafa til að greiða arð í ríkissjóð. Við stöndum við það loforð. Við ætlum að nýta fjármagn frá bönkunum til að byggja upp vegakerfið. Innviðir er slagæðar samfélagsins. Án þeirra drögumst við aftur úr öðrum þjóðum og samkeppnishæfni landsins minnar. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Íslandi í fremstu röð. Framsókn til framtíðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmennu og afar vel heppnuðu flokksþingi Framsóknar lauk í gær. Yfirskrift þess var Framsókn til framtíðar. Við höfum í hendi okkar hvernig við vinnum úr tækifærum framtíðarinnar og hvernig sú saga verður skrifuð. Á kjörtímabilinu verður unnið að því að byggja upp gott og samkeppnishæft samfélag. Engum vafa er undirorpið að ríkuleg verðmæti felast í því að landið allt sé í blómlegri byggð. Við eigum að vera í fremstu röð hvað jöfnuð snertir og skapa hvata til að laða ungt vel menntað fólk til þess að setjast að á landsbyggðinni. Sýn Framsóknarflokksins er að íbúar landsins hafi jöfn tækifæri hvar sem þeir búa á landinu. Sem dæmi má nefna að íbúar á Raufarhöfn eða Þingeyri eiga rétt á að hafa sama aðgengi að grunnþjónustu og Reykvíkingar.Jöfn tækifæri Samfélagið er á fleygiferð. Framundan er tæknibylting sem breytir því hvernig við lifum og störfum. Störfin munu breytast og þau munu færast til. Tæknin tengir saman byggðir og Ísland við umheiminn. Ljósleiðarinn og verkefnið Ísland ljóstengt er gott dæmi um framsækna stefnu okkar framsóknarmanna. Heilbrigðiskerfið þarf að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Þjónustan á að vera sem mest í nærsamfélaginu, en jafnframt þarf að vera gott aðgengi að henni á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að spyrna við fæti á svæðum sem búa við fólksfækkun og einhæft atvinnulífi. Um allt land er verk að vinna.Menntamál Á aldarafmæli Framsóknarflokksins, í desember 2016, var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Stefnan var síðan kynnt á nýliðnu flokksþingi. Því miður eru mennta- og skólamál víða í ólagi og starfsumhverfi skólanna þarf að bæta. Skólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður. Það er skylda okkar að efla skólastarfið á öllum stigum. Kennarar verja margir hverjir meiri tíma með börnunum en foreldrar. Þeir hafa áhrif á mannauð framtíðarinnar. Okkur ber skylda til þess að styðja betur við kennarana, en hér þurfa ríki og sveitarfélög að koma að. Við megum ekki missa fleiri störf úr landi. Það þarf að efla nýsköpun og þróun á öllum skólastigum enda er menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um störfin okkar. Hvernig okkur tekst til mun ráða miklu um framtíðarlífskjör á Íslandi.Samgöngur Við vitum líka að vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi um land allt. Samgöngur eru hreyfiafl samfélagsins hvernig sem á það er litið. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar. Sum okkar eru einnig háð því að samgöngur á sjó séu skilvirkar. Frá og með deginum í dag verður sama fargjald og er til og frá Landeyjahöfn, þó siglt sé í Þorlákshöfn. Það er byggðastefna í verki. Vegakerfið hefur setið á hakanum og krefst risavaxinna fjármuna. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi uppbyggingu í vegamálum. Vegakerfið var ekki byggt fyrir þá umferð sem við horfum nú upp á. Við höfum ekki undan við að endurbyggja þjóðvegina og koma þeim í það horf sem nútíma þjóðfélag krefst. Ástæðurnar eru öllum kunnar: Of lág fjárframlög til vegamála, stóraukin umferð og álag á vegakerfið. Verkefnið er stórt og við ætlum í uppbygginu, enda veitir ekki af. Við ætlum einnig að gera innanlandsflugið að raunhæfari kosti fyrir íbúa í dreifðum byggðum og tengja byggðir landsins saman með almenningssamgöngum. Aukin notkun mun stuðla að fjölgun ferðamanna um landið, allt árið um kring.Húsnæði Framsóknarflokkurinn hefur áorkað miklu í húsnæðismálum. Lög um fyrstu fasteign skiluðu góðum árangri fyrir fyrstu kaupendur. Húsnæðissamvinnufélög fengu betri umgjörð. En við viljum gera betur og halda áfram að styðja við ungt fólk. Við höfum horft til annarra þjóða í þeim efnum. Og hvernig við getum lært af þeim sem hafa glímt við sams konar vanda og fundið á honum lausnir. Staðan er alvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig vítt og breitt um landið.Ísland í fremstu röð Fyrir kosningar lögðum við áherslu á að bankarnir nýttu strax það svigrúm sem þeir hafa til að greiða arð í ríkissjóð. Við stöndum við það loforð. Við ætlum að nýta fjármagn frá bönkunum til að byggja upp vegakerfið. Innviðir er slagæðar samfélagsins. Án þeirra drögumst við aftur úr öðrum þjóðum og samkeppnishæfni landsins minnar. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Íslandi í fremstu röð. Framsókn til framtíðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun