BBC biður Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að vernda mannréttindi blaðamanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. mars 2018 12:29 Tony Hall, útvarpsstjóri BBC, segir að gripið sé til þessa aðgerða nú vegna þess að aðrar tilraunir BBC um að ræða við yfirvöld í Íran hafi verið hunsaðar. Vísir/Getty Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur formlega farið fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að gripið verði til aðgerða til að vernda mannréttindi blaðamanna þess í Íran. Samkvæmt BBC hafa írönsk yfirvöld áreitt og ofsótt blaðamenn þeirra og fjölskyldur í mörg ár. Vandamálið á að hafa versnað á síðasta ári þegar Íranar hófu glæparannsókn með þeim rökum að þjónusta BBC við Persa væri glæpur gegn þjóðaröryggi Íran. Þá fyrirskipuðu yfirvöld að eignir 152 einstaklinga yrði frystar, og var meirihluti þeirra núverandi og fyrrverandi persneskir starfsmenn BBC. BBC World Service, sem persneska þjónustan í Íran heyrir undir, hefur ekki fengið fjárframlög frá hinu opinbera frá árinu 2014 og telja írönsk stjórnvöld það renna stoðum undir að starfseminni sé ekki treystandi. BBC heldur fram að írönsk yfirvöld hafi meðal annars handtekið fjölskyldumeðlimi starfsfólks þess fyrirvaralaust, lagt hald á vegabréf og bannað fólki að yfirgefa landið, njósnað um blaðamenn og fjölskyldur þeirra og dreift rógburði og falsfréttum, þá sérstaklega um kvenkyns blaðamenn.Hvetja alþjóðasamfélagið tli að grípa til aðgerða Tony Hall, útvarpsstjóri BBC, segir að gripið sé til þessa aðgerða nú vegna þess að aðrar tilraunir BBC um að ræða við yfirvöld í Íran hafi verið hunsaðar. „Þetta snýst ekki bara um BBC. Við erum ekki einu fjölmiðlasamtökin sem hafa verið áreitt eða þvinguð til málamiðlana í samskiptum við Íran. Í sannleika sagt er þetta miklu stærra mál. Þetta er mál sem snýst um grundvallarmannréttindi. Við biðlum nú Sameinuðu þjóðirnar um að styðja við BBC og standa með tjáningarfrelsi,“ segir Hall í samtali við The Guardian. „Íranskir blaðamenn hafa þjáðst í mörg ár, verið þvingaðir í felur, flúið í útlegð, verið handteknir, fangelsaðir og þurft að þola áreitni, ofbeldi og ógnun,“ segir Jeremy Dear, varaformaður Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ). „Íranar leita í auknum mæli til alþjóðlegra miðlar til að fá fréttir af gangi mála í eigin landi. Að herja á fjölskyldumeðlimi í Íran til að þagga niður í blaðamönnum sem starfa í London er eitthvað sem verður sð stöðva. Alþjóðasamfélagið verður að grípa til aðgerða.“ Blaðamenn BBC munu koma fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf í þessari viku til að kalla eftir því að þjóðirnar grípi til aðgerða til að vernda starfsfólk BBC og tryggja að þau geti stundað frjálsa fjölmiðlun. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur formlega farið fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að gripið verði til aðgerða til að vernda mannréttindi blaðamanna þess í Íran. Samkvæmt BBC hafa írönsk yfirvöld áreitt og ofsótt blaðamenn þeirra og fjölskyldur í mörg ár. Vandamálið á að hafa versnað á síðasta ári þegar Íranar hófu glæparannsókn með þeim rökum að þjónusta BBC við Persa væri glæpur gegn þjóðaröryggi Íran. Þá fyrirskipuðu yfirvöld að eignir 152 einstaklinga yrði frystar, og var meirihluti þeirra núverandi og fyrrverandi persneskir starfsmenn BBC. BBC World Service, sem persneska þjónustan í Íran heyrir undir, hefur ekki fengið fjárframlög frá hinu opinbera frá árinu 2014 og telja írönsk stjórnvöld það renna stoðum undir að starfseminni sé ekki treystandi. BBC heldur fram að írönsk yfirvöld hafi meðal annars handtekið fjölskyldumeðlimi starfsfólks þess fyrirvaralaust, lagt hald á vegabréf og bannað fólki að yfirgefa landið, njósnað um blaðamenn og fjölskyldur þeirra og dreift rógburði og falsfréttum, þá sérstaklega um kvenkyns blaðamenn.Hvetja alþjóðasamfélagið tli að grípa til aðgerða Tony Hall, útvarpsstjóri BBC, segir að gripið sé til þessa aðgerða nú vegna þess að aðrar tilraunir BBC um að ræða við yfirvöld í Íran hafi verið hunsaðar. „Þetta snýst ekki bara um BBC. Við erum ekki einu fjölmiðlasamtökin sem hafa verið áreitt eða þvinguð til málamiðlana í samskiptum við Íran. Í sannleika sagt er þetta miklu stærra mál. Þetta er mál sem snýst um grundvallarmannréttindi. Við biðlum nú Sameinuðu þjóðirnar um að styðja við BBC og standa með tjáningarfrelsi,“ segir Hall í samtali við The Guardian. „Íranskir blaðamenn hafa þjáðst í mörg ár, verið þvingaðir í felur, flúið í útlegð, verið handteknir, fangelsaðir og þurft að þola áreitni, ofbeldi og ógnun,“ segir Jeremy Dear, varaformaður Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ). „Íranar leita í auknum mæli til alþjóðlegra miðlar til að fá fréttir af gangi mála í eigin landi. Að herja á fjölskyldumeðlimi í Íran til að þagga niður í blaðamönnum sem starfa í London er eitthvað sem verður sð stöðva. Alþjóðasamfélagið verður að grípa til aðgerða.“ Blaðamenn BBC munu koma fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf í þessari viku til að kalla eftir því að þjóðirnar grípi til aðgerða til að vernda starfsfólk BBC og tryggja að þau geti stundað frjálsa fjölmiðlun.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira