Vinstri græn á grillteini Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Hugsjónir eru níðþungur farangur. Þegar allt er með kyrrum kjörum er auðvelt að ýta honum á undan sér en þegar stormur strýkur vanga er freistandi að skilja hlassið eftir svo hægt sé að hlaupa sem skjótast í næsta skjól. Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar. En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang. Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna. En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hugsjónir eru níðþungur farangur. Þegar allt er með kyrrum kjörum er auðvelt að ýta honum á undan sér en þegar stormur strýkur vanga er freistandi að skilja hlassið eftir svo hægt sé að hlaupa sem skjótast í næsta skjól. Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar. En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang. Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna. En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun