
Vinstri græn á grillteini
Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar.
En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang.
Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna.
En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku.
Skoðun

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu
Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar

Hið landlæga fúsk
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Þetta þarftu að vita: 12 atriði
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar