Áratugur breytinga: Stafræna byltingin Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 16. mars 2018 12:00 Á síðustu 10 árum, áratug breytinga, hafa átt sér stað margvíslegar byltingar. Efnahagshrunið vatt af stað pólitískum straumhvörfum á Íslandi sem enn eru að finna sér farveg og raunveruleikinn fór fram úr ímyndunaraflinu hvað varðar áhrif hrunsins á efnahagslífið í heild sinni. Íslenska brjóstabyltingin og #metoo-byltingin hafa hreyft við rótgrónum staðalmyndum kvenna og sú kynslóð sem er að ryðja sér til rúms á vettvangi sköpunar, stjórnmála og stjórnunar trúir á jafna hæfileika óháð kyni. Á sama áratug hefur líka átt sér stað stafræn bylting. Fyrst tengdust fyrirtæki netinu, svo heimilin okkar, nú við einstaklingarnir og næst allt annað. Fyrir ekki svo löngu var tæknin aðallega á forræði stórfyrirtækja og háskóla en í dag er hún á forræði einstaklinga. Frumkvöðlar í tæknilausnum þurfa ekki lengur stór, dýr, tölvukerfi sem eru hýst í sérútbúnum sölum með tilheyrandi kostnaði við lagningu kælikerfa, öryggiskerfa og varaaflstöðva. Skýjalausnir og ný viðskiptamódel þar sem hægt er að leigja tæknigetu eftir notkun valda því að upphafsfjárfestingar í tækni nema 1% af því sem áður var (1). Þróunar- og nýsköpunarumhverfinu hefur verið bylt og áhrifin sjáum við í öllum atvinnugreinum. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Ein mesta breytingin á síðasta áratug er sú að einstaklingar eru nú nettengdir með snjallsímum. Alls eiga 86% Íslendinga, eldri en 18 ára, snjallsíma og gagnamagn á farsímaneti hefur hátt í tuttugufaldast undanfarin ár. Notkunin hefur vaxið fimmfalt meira en útbreiðslan. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Snjallsíminn er í dag af mörgum talinn þarfasti þjónninn. Stöðug nettenging alls staðar, breytir raunveruleikanum í rauntíma. Allt sem er og getur orðið stafrænt verður aðgengilegt og breytanlegt. Með símanum eru einstaklingar tengdir við netið, geta aflað og miðlað gögnum og framkvæmt aðgerðir. Aðgengi, útbreiðsla og notkun tækninnar hefur áhrif á alla þætti samfélagsins, ekki síst rekstur fyrirtækja. Leikreglurnar breytast. Áhrifin á verslun og þjónustu eru augljós. Nú er svo komið að um fjórðungur Íslendinga á aldrinum 18-44 ára kaupir vörur á Internetinu mánaðarlega eða oftar. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup. Stafræna byltingin hefur áhrif á stefnumörkun, fjárfestingar og daglegan rekstur fyrirtækja. Nú eru tímar tæknimöguleika og einkafyrirtæki leika stór hlutverk. Fyrir okkur sem höfum ástríðu fyrir viðskiptum og nýsköpun, er mikilvægt að sjá hvert straumarnir liggja. Við lærum um snjallt ryk, fjórvíddarprentun, nanótækni, nýja orkugjafa, róbóta, dróna, blokkkeðjutækni, upphleðslu hugsana, umbreytingu fæðukeðja, samþættingu véla og manns og síðast en ekki síst gervigreind. Gervigreind er nú þegar í fullri notkun, meðal annars við að flokka myndir, vinna úr tali og texta, þýða tungumál, sjá um framkvæmd viðskipta, veita þjónustu, greina lántakendur og viðskiptasvik, kaupa og selja verðbréf, keyra bíla og áfram mætti lengi telja. Við lærum líka að meta hvaða tækni er tilbúin til notkunar og greina hana frá þeirri sem er það ekki. Ný tækni og nálgun við hönnun gagnaöflunar og gagnagreininga, hönnun notendaviðmóta og þjónustu hefur fært okkur fyrirtæki sem hafa breytt væntingum og viðhorfi okkar. Nokkur þeirra má einnig rekja til deilihagkerfisins en deilihagkerfið dregur úr kostnaði og eykur tekjuöflunarmöguleika á sjálfbærari hátt en áður. Tæknin gerir okkur auðveldara að treysta, svo bæði fólk og fyrirtæki geta nú deilt með ókunnugum á öruggari hátt en áður. Nokkur slík fyrirtæki hafa verið áberandi á sviði ferðaþjónustunnar og ítarleg rannsókn á vefverslun Íslendinga sýnir einmitt að ferðalög eru sá flokkur vöru og þjónustu sem hlutfallslega flestir Íslendinga kaupa á netinu en hátt í 90% þeirra sem hafa verslað í flokknum „Ferðalög“ hafa einmitt gert það á netinu. Þróun innan þess geira gefur vísbendingu um það sem koma skal á öðrum sviðum. Heimild: Rannsókn Gallup á vefverslun Íslendinga í janúar 2017. Fyrir tíu árum varð efnahagshrun á Íslandi en einmitt þá kom fram á sjónarsviðið ný tegund snjallsíma sem raunverulega gerði það að verkum að einstaklingar eru nettengdir. Síðan hafa orðið framfarir í tækni og tæknirekstri sem gera hvort tveggja hagkvæmara, aðgengilegra og notendavænna – bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ný viðskiptamódel, sem byggja á aukinni sjálfbærni og gagnsæi hafa rutt sér til rúms undanfarinn áratug og leikreglurnar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri eru breyttar. Það verður spennandi að fylgjast með og taka áfram þátt í þróun á sviði stafrænnar tækni á Íslandi, gerum Ísland að draumalandi á þessu sviði. (1) Prof. Evgeny Kaganer, IESE Business School, Digital Mindset, New York 2017. Höfundur er forstjóri Já og Gallup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Margrét Oddsdóttir Stafræn þróun Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu 10 árum, áratug breytinga, hafa átt sér stað margvíslegar byltingar. Efnahagshrunið vatt af stað pólitískum straumhvörfum á Íslandi sem enn eru að finna sér farveg og raunveruleikinn fór fram úr ímyndunaraflinu hvað varðar áhrif hrunsins á efnahagslífið í heild sinni. Íslenska brjóstabyltingin og #metoo-byltingin hafa hreyft við rótgrónum staðalmyndum kvenna og sú kynslóð sem er að ryðja sér til rúms á vettvangi sköpunar, stjórnmála og stjórnunar trúir á jafna hæfileika óháð kyni. Á sama áratug hefur líka átt sér stað stafræn bylting. Fyrst tengdust fyrirtæki netinu, svo heimilin okkar, nú við einstaklingarnir og næst allt annað. Fyrir ekki svo löngu var tæknin aðallega á forræði stórfyrirtækja og háskóla en í dag er hún á forræði einstaklinga. Frumkvöðlar í tæknilausnum þurfa ekki lengur stór, dýr, tölvukerfi sem eru hýst í sérútbúnum sölum með tilheyrandi kostnaði við lagningu kælikerfa, öryggiskerfa og varaaflstöðva. Skýjalausnir og ný viðskiptamódel þar sem hægt er að leigja tæknigetu eftir notkun valda því að upphafsfjárfestingar í tækni nema 1% af því sem áður var (1). Þróunar- og nýsköpunarumhverfinu hefur verið bylt og áhrifin sjáum við í öllum atvinnugreinum. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Ein mesta breytingin á síðasta áratug er sú að einstaklingar eru nú nettengdir með snjallsímum. Alls eiga 86% Íslendinga, eldri en 18 ára, snjallsíma og gagnamagn á farsímaneti hefur hátt í tuttugufaldast undanfarin ár. Notkunin hefur vaxið fimmfalt meira en útbreiðslan. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup & tölfræðiskýrslur Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Snjallsíminn er í dag af mörgum talinn þarfasti þjónninn. Stöðug nettenging alls staðar, breytir raunveruleikanum í rauntíma. Allt sem er og getur orðið stafrænt verður aðgengilegt og breytanlegt. Með símanum eru einstaklingar tengdir við netið, geta aflað og miðlað gögnum og framkvæmt aðgerðir. Aðgengi, útbreiðsla og notkun tækninnar hefur áhrif á alla þætti samfélagsins, ekki síst rekstur fyrirtækja. Leikreglurnar breytast. Áhrifin á verslun og þjónustu eru augljós. Nú er svo komið að um fjórðungur Íslendinga á aldrinum 18-44 ára kaupir vörur á Internetinu mánaðarlega eða oftar. Heimild: Neyslu- og lífstílskönnun Gallup. Stafræna byltingin hefur áhrif á stefnumörkun, fjárfestingar og daglegan rekstur fyrirtækja. Nú eru tímar tæknimöguleika og einkafyrirtæki leika stór hlutverk. Fyrir okkur sem höfum ástríðu fyrir viðskiptum og nýsköpun, er mikilvægt að sjá hvert straumarnir liggja. Við lærum um snjallt ryk, fjórvíddarprentun, nanótækni, nýja orkugjafa, róbóta, dróna, blokkkeðjutækni, upphleðslu hugsana, umbreytingu fæðukeðja, samþættingu véla og manns og síðast en ekki síst gervigreind. Gervigreind er nú þegar í fullri notkun, meðal annars við að flokka myndir, vinna úr tali og texta, þýða tungumál, sjá um framkvæmd viðskipta, veita þjónustu, greina lántakendur og viðskiptasvik, kaupa og selja verðbréf, keyra bíla og áfram mætti lengi telja. Við lærum líka að meta hvaða tækni er tilbúin til notkunar og greina hana frá þeirri sem er það ekki. Ný tækni og nálgun við hönnun gagnaöflunar og gagnagreininga, hönnun notendaviðmóta og þjónustu hefur fært okkur fyrirtæki sem hafa breytt væntingum og viðhorfi okkar. Nokkur þeirra má einnig rekja til deilihagkerfisins en deilihagkerfið dregur úr kostnaði og eykur tekjuöflunarmöguleika á sjálfbærari hátt en áður. Tæknin gerir okkur auðveldara að treysta, svo bæði fólk og fyrirtæki geta nú deilt með ókunnugum á öruggari hátt en áður. Nokkur slík fyrirtæki hafa verið áberandi á sviði ferðaþjónustunnar og ítarleg rannsókn á vefverslun Íslendinga sýnir einmitt að ferðalög eru sá flokkur vöru og þjónustu sem hlutfallslega flestir Íslendinga kaupa á netinu en hátt í 90% þeirra sem hafa verslað í flokknum „Ferðalög“ hafa einmitt gert það á netinu. Þróun innan þess geira gefur vísbendingu um það sem koma skal á öðrum sviðum. Heimild: Rannsókn Gallup á vefverslun Íslendinga í janúar 2017. Fyrir tíu árum varð efnahagshrun á Íslandi en einmitt þá kom fram á sjónarsviðið ný tegund snjallsíma sem raunverulega gerði það að verkum að einstaklingar eru nettengdir. Síðan hafa orðið framfarir í tækni og tæknirekstri sem gera hvort tveggja hagkvæmara, aðgengilegra og notendavænna – bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ný viðskiptamódel, sem byggja á aukinni sjálfbærni og gagnsæi hafa rutt sér til rúms undanfarinn áratug og leikreglurnar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri eru breyttar. Það verður spennandi að fylgjast með og taka áfram þátt í þróun á sviði stafrænnar tækni á Íslandi, gerum Ísland að draumalandi á þessu sviði. (1) Prof. Evgeny Kaganer, IESE Business School, Digital Mindset, New York 2017. Höfundur er forstjóri Já og Gallup.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun