Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson skrifar 15. mars 2018 09:04 Alþjóðlegar skuldbindingar skipta máli. Óvíst er enn um afleiðingar þess fyrir ríkiskassann ef landið stendur ekki við Parísarmarkmið sín. Hins vegar er víst að mikið er í húfi að markmiðin náist. Yfirvofandi stórútgjöld vegna kaupa á kolefniskvóta til að fylla upp í samninginn ættu að reka á eftir okkur og brýna til aðgerða. Helsta hvatningin er þó sú raunverulega ógn sem felst í afleiðingum hlýnunar loftslagsins á jörðinni. Dýrt yrði þjóðinni að kaupa kolefniskvóta. Fjármagn sem væri hægt að nota innan lands til góðra verka tapaðist úr landi. Margfalt dýrkeyptari yrðu þó afleiðingar loftslagsbreytinga ef allt fer á versta veg. Hagkvæmast væri ef koma mætti í veg fyrir þær. Til mikils er að vinna . Enginn er fríaður ábyrgð, jafnvel þótt hverju mannkerti kunni að þykja lítið til sjálfs sín koma í stórum heimi. Hugsa ber um komandi kynslóðir. Neituðu Íslendingar að kaupa kolefniskvóta upp í skuldbindingar yrði það álitshnekkir fyrir þjóðina. Í annarra augum yrðum við þjóð sem ekki vildi gera sitt til að bjarga jörðinni frá hörmungum. Við höfum valið að leggja loftslagsbókhald okkar inn í sameiginlegt bókhald Evrópuríkja. Enn á eftir að koma í ljós hversu mikið við fáum þar viðurkennt af bindingu í gróðri og jarðvegi. En binding er samt binding, hvort sem hún hlýtur náð fyrir augum bókhaldara eða ekki. Kolefnissameindin spyr ekki að því hvort á henni standi ESB eða EFTA. Mestu skiptir að sem minnst fjölgi þeim sameindum koltvísýrings sem svífa um í lofthjúpi jarðarinnar. Já, dýrt yrði að standa ekki við sitt í loftslagsmálunum. Í samanburði er aftur á móti ódýrt að rækta skóg. Valið er auðvelt ef það stendur milli þess að greiða tugi milljarða króna fyrir kolefniskvóta eða leggja einn til tvo milljarða á ári aukalega í skógrækt. Skógrækt er þar að auki örugg fjárfesting sem skilar sér margföld til baka á endanum. Við bæði spörum og græðum með skógrækt. Nóg er af landi á Íslandi. Ríkið á fjölda jarða sem nýta mætti til skógræktar. Landgræðslan hefur grætt upp stór svæði sem nú eru „tilbúin undir tréverk“ eins og landgræðslustjóri hefur orðað það. Landgræðslan vill vinna með Skógræktinni að því að klæða þessi lönd nytjaskógi þar sem það hentar og vilji er til en birkiskógi annars staðar. Á löndum bænda og annarra landeigenda eru líka mikil tækifæri. Fá Evrópulönd búa við nægt landrými eins og við. Kunnáttuna höfum við líka. Af aldarlöngu skógræktarstarfi höfum við lært hvað reynist best og við höfum vel menntað fólk til verkanna. Til þess að auka framleiðslu skógarplantna þarf að setja fram skýra stefnu og tryggja fé til skógræktar nægilega mörg ár fram í tímann til að ræktunarstöðvar geti byggt upp þá aðstöðu sem nauðsyn krefur. Skógrækt verður að vera ein af þeim leiðum sem farnar verða til að Íslendingar nái loftslagsmarkmiðum sínum. Hún er eitt verkfæranna í verkfærakistunni. Nú stendur líka svo á hjá okkur að hlúa þarf að byggð í sveitum landsins. Skógrækt er hvort tveggja í einu, hluti af lausn loftslagsvandans og hluti af lausninni á vanda bænda. Kolefni binst, bændur fá vinnu, nýta betur jarðir sínar, tæki og þekkingu og treysta búsetu áfram í sveitunum. Bújarðirnar verða verðmætari, lánstraust bænda í bönkum styrkist og það verður vænlegra fyrir ungt fólk að leggja búskap fyrir sig. Ræktun skóga og skjólbelta á bújörðum gagnast öðrum búgreinum vel, hvort sem það er ræktun nytjaplantna eða búpenings. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem senn verður kynnt væri óráð að gera ekki ráð fyrir stórauknum framlögum til skógræktar. En fé þarf einnig að koma úr atvinnulífinu. Örva mætti fjárfestingar í nýskógrækt gegnum skattkerfið. Loks geta áhugasamir einstaklingar líka gert sitt. Fjórföldum nýskógrækt á Íslandi! Það er ódýrt þegar allt er talið.Höfundur er kynningarstjóri Skógræktarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar skuldbindingar skipta máli. Óvíst er enn um afleiðingar þess fyrir ríkiskassann ef landið stendur ekki við Parísarmarkmið sín. Hins vegar er víst að mikið er í húfi að markmiðin náist. Yfirvofandi stórútgjöld vegna kaupa á kolefniskvóta til að fylla upp í samninginn ættu að reka á eftir okkur og brýna til aðgerða. Helsta hvatningin er þó sú raunverulega ógn sem felst í afleiðingum hlýnunar loftslagsins á jörðinni. Dýrt yrði þjóðinni að kaupa kolefniskvóta. Fjármagn sem væri hægt að nota innan lands til góðra verka tapaðist úr landi. Margfalt dýrkeyptari yrðu þó afleiðingar loftslagsbreytinga ef allt fer á versta veg. Hagkvæmast væri ef koma mætti í veg fyrir þær. Til mikils er að vinna . Enginn er fríaður ábyrgð, jafnvel þótt hverju mannkerti kunni að þykja lítið til sjálfs sín koma í stórum heimi. Hugsa ber um komandi kynslóðir. Neituðu Íslendingar að kaupa kolefniskvóta upp í skuldbindingar yrði það álitshnekkir fyrir þjóðina. Í annarra augum yrðum við þjóð sem ekki vildi gera sitt til að bjarga jörðinni frá hörmungum. Við höfum valið að leggja loftslagsbókhald okkar inn í sameiginlegt bókhald Evrópuríkja. Enn á eftir að koma í ljós hversu mikið við fáum þar viðurkennt af bindingu í gróðri og jarðvegi. En binding er samt binding, hvort sem hún hlýtur náð fyrir augum bókhaldara eða ekki. Kolefnissameindin spyr ekki að því hvort á henni standi ESB eða EFTA. Mestu skiptir að sem minnst fjölgi þeim sameindum koltvísýrings sem svífa um í lofthjúpi jarðarinnar. Já, dýrt yrði að standa ekki við sitt í loftslagsmálunum. Í samanburði er aftur á móti ódýrt að rækta skóg. Valið er auðvelt ef það stendur milli þess að greiða tugi milljarða króna fyrir kolefniskvóta eða leggja einn til tvo milljarða á ári aukalega í skógrækt. Skógrækt er þar að auki örugg fjárfesting sem skilar sér margföld til baka á endanum. Við bæði spörum og græðum með skógrækt. Nóg er af landi á Íslandi. Ríkið á fjölda jarða sem nýta mætti til skógræktar. Landgræðslan hefur grætt upp stór svæði sem nú eru „tilbúin undir tréverk“ eins og landgræðslustjóri hefur orðað það. Landgræðslan vill vinna með Skógræktinni að því að klæða þessi lönd nytjaskógi þar sem það hentar og vilji er til en birkiskógi annars staðar. Á löndum bænda og annarra landeigenda eru líka mikil tækifæri. Fá Evrópulönd búa við nægt landrými eins og við. Kunnáttuna höfum við líka. Af aldarlöngu skógræktarstarfi höfum við lært hvað reynist best og við höfum vel menntað fólk til verkanna. Til þess að auka framleiðslu skógarplantna þarf að setja fram skýra stefnu og tryggja fé til skógræktar nægilega mörg ár fram í tímann til að ræktunarstöðvar geti byggt upp þá aðstöðu sem nauðsyn krefur. Skógrækt verður að vera ein af þeim leiðum sem farnar verða til að Íslendingar nái loftslagsmarkmiðum sínum. Hún er eitt verkfæranna í verkfærakistunni. Nú stendur líka svo á hjá okkur að hlúa þarf að byggð í sveitum landsins. Skógrækt er hvort tveggja í einu, hluti af lausn loftslagsvandans og hluti af lausninni á vanda bænda. Kolefni binst, bændur fá vinnu, nýta betur jarðir sínar, tæki og þekkingu og treysta búsetu áfram í sveitunum. Bújarðirnar verða verðmætari, lánstraust bænda í bönkum styrkist og það verður vænlegra fyrir ungt fólk að leggja búskap fyrir sig. Ræktun skóga og skjólbelta á bújörðum gagnast öðrum búgreinum vel, hvort sem það er ræktun nytjaplantna eða búpenings. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem senn verður kynnt væri óráð að gera ekki ráð fyrir stórauknum framlögum til skógræktar. En fé þarf einnig að koma úr atvinnulífinu. Örva mætti fjárfestingar í nýskógrækt gegnum skattkerfið. Loks geta áhugasamir einstaklingar líka gert sitt. Fjórföldum nýskógrækt á Íslandi! Það er ódýrt þegar allt er talið.Höfundur er kynningarstjóri Skógræktarinnar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun