Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2018 10:30 Fjöldinn allur af vörum flakkar á milli í póstþjónustu út um allan heim og er hönnunarstuldur orðið mikið vandamál. vísir/getty Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira