Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2018 10:30 Fjöldinn allur af vörum flakkar á milli í póstþjónustu út um allan heim og er hönnunarstuldur orðið mikið vandamál. vísir/getty Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira