Gagnrýnandi Trump úr röðum repúblikana boðar mótframboð Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 15:49 Þegar Flake tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í október sagðist hann ekki vilja vera samsekur Trump. Vísir/AFP Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sem hefur verið gagnrýninn á framferði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að flokkssystkini sín verði að stöðva Trump. Hann muni jafnvel bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2020 ef enginn annar gerir það. Ummælin lét Flake falla á viðburði í New Hampshire-ríki í dag en þar er búist við því að forval repúblikana fyrir forsetakosningarnar árið 2020 hefjist. Hann hefur verið einn örfárra þingmanna repúblikana sem hafa gagnrýnt Trump. Líkti hann forsetanum meðal annars við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í þingræðu í janúar. „Ég vona að einhver bjóði sig fram í forvali repúblikana, einhver sem skorar forsetann á hólm. Ég held að repúblikanar vilji láta minna sig á hvað það þýðir að vera hefðbundinn, sómakær repúblikani,“ sagði Flake, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Útilokaði hann ekki að bjóða sig fram sjálfur. Flake sagði þó við AP að hann gerði sér grein fyrir að Trump væri líklega of vinsæll hjá grasrót repúblikana til að mótframbjóðandi gæti lagt hann að velli í forvali. Almennt þykir nær ómögulegt að skáka sitjandi forseta í forvali í Bandaríkjunum.Afhroð í þingkosningunum gæti breytt stöðunniÝmislegt gæti þó breyst þangað til forvalið hefst. Ef repúblikanar gjalda afhroð í þingkosningunum í nóvember gætu viðhorf þeirra til forsetans breyst. Aðeins um og undir 40% Bandaríkjamanna hafa lýst ánægju með störf Trump í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Breytist stemmingin innan raða repúblikana ekki með vaxandi óvinsældum Trump útilokar Flake ekki að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Þrátt fyrir að Flake hafi í flestum tilfellum greitt atkvæði með Trump í þinginu hefur honum mislíkað framkoma forsetans og glannaskapur. Hann lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í Arizona í þingkosningunum í haust. „Þetta hefur verið flokkurinn minn allt mitt líf. Ég er ekki tilbúinn að sætta mig við að þetta sé varanlegt. Við munum komast í gegnum þetta,“ sagði Flake við repúblikana í New Hampshire. Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Öldungadeildarþingmaður repúblikana segir að frekar ætti að tortryggja Donald Trump en fjölmiðlana sem hann gagnrýnir. 15. janúar 2018 13:45 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sem hefur verið gagnrýninn á framferði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að flokkssystkini sín verði að stöðva Trump. Hann muni jafnvel bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2020 ef enginn annar gerir það. Ummælin lét Flake falla á viðburði í New Hampshire-ríki í dag en þar er búist við því að forval repúblikana fyrir forsetakosningarnar árið 2020 hefjist. Hann hefur verið einn örfárra þingmanna repúblikana sem hafa gagnrýnt Trump. Líkti hann forsetanum meðal annars við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í þingræðu í janúar. „Ég vona að einhver bjóði sig fram í forvali repúblikana, einhver sem skorar forsetann á hólm. Ég held að repúblikanar vilji láta minna sig á hvað það þýðir að vera hefðbundinn, sómakær repúblikani,“ sagði Flake, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Útilokaði hann ekki að bjóða sig fram sjálfur. Flake sagði þó við AP að hann gerði sér grein fyrir að Trump væri líklega of vinsæll hjá grasrót repúblikana til að mótframbjóðandi gæti lagt hann að velli í forvali. Almennt þykir nær ómögulegt að skáka sitjandi forseta í forvali í Bandaríkjunum.Afhroð í þingkosningunum gæti breytt stöðunniÝmislegt gæti þó breyst þangað til forvalið hefst. Ef repúblikanar gjalda afhroð í þingkosningunum í nóvember gætu viðhorf þeirra til forsetans breyst. Aðeins um og undir 40% Bandaríkjamanna hafa lýst ánægju með störf Trump í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Breytist stemmingin innan raða repúblikana ekki með vaxandi óvinsældum Trump útilokar Flake ekki að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Þrátt fyrir að Flake hafi í flestum tilfellum greitt atkvæði með Trump í þinginu hefur honum mislíkað framkoma forsetans og glannaskapur. Hann lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í Arizona í þingkosningunum í haust. „Þetta hefur verið flokkurinn minn allt mitt líf. Ég er ekki tilbúinn að sætta mig við að þetta sé varanlegt. Við munum komast í gegnum þetta,“ sagði Flake við repúblikana í New Hampshire.
Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Öldungadeildarþingmaður repúblikana segir að frekar ætti að tortryggja Donald Trump en fjölmiðlana sem hann gagnrýnir. 15. janúar 2018 13:45 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50
Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Öldungadeildarþingmaður repúblikana segir að frekar ætti að tortryggja Donald Trump en fjölmiðlana sem hann gagnrýnir. 15. janúar 2018 13:45
Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52