Veðsettir þingmenn Þorvaldur Gylfason skrifar 1. mars 2018 07:00 Undangengin 50 ár, frá 1967 til 2017, voru að jafnaði framin fjöldamorð í Bandaríkjunum á fjögurra mánaða fresti. Fórnarlömbin, þau sem týndu lífi, voru átta að meðaltali í hverri árás, næstum 1.100 alls. Fjöldamorðum þar sem fórnarlömbin eru fjögur eða fleiri hefur fjölgað síðustu ár og hafa þau að undanförnu átt sér stað á tveggja mánaða fresti að jafnaði. Þrjú mannskæðustu fjöldamorð síðustu 50 ára hafa átt sér stað síðustu fimm mánuði. Þar féllu samtals 101 og er þá fjöldi særðra ekki talinn með. Og þá eru ótalin hin hversdagslegri morðin sem í Bandaríkjunum eru fimm sinnum fleiri miðað við mannfjölda en í Evrópu. Morðin eru fimm á ári á hverja 100.000 íbúa vestra á móti einu morði á ári á hverja 100.000 íbúa í Evrópu og á Íslandi skv. samantekt Alþjóðabankans. Samt hefur morðum í Bandaríkjunum fækkað um 10% frá aldamótum. Hvaða þjóðir skyldu fremja flest morð? Það eru Salvadorar (109 morð á hverja 100.000 íbúa 2015) og Hondúrar (64). Þá kemur Venesúela (57). Kaninn með sín fimm morð á hverja 100.000 íbúa stendur langt að baki Grænlendingum (12) og Rússum (11).Engin rök hagga þeim Allir vita að tíð morð í Bandaríkjunum stafa fyrst og fremst af rangsleitinni byssulöggjöf sem á engan sinn líka í Evrópu eða Kanada. Bandarískur almenningur kallar eftir breytingum á byssulöggjöfinni en samt stendur hún óbreytt mann fram af manni. Ekki nóg með það. Trump forseti lét það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi takmarkanir sem Obama forseti hafði lagt við byssukaupum geðsjúkra. Hvers vegna? Svarið blasir við. Bandaríska Byssuvinafélagið (e. National Rifle Association) eys fé í þingmenn, einkum repúblikana, bæði ljóst og leynt. Engin rök, engar tölur fá haggað stuðningi veðsettra þingmanna við óbreytta löggjöf um skotvopnaeign og eftirlit. Þeir bregðast við fjöldamorðunum með bænahaldi og með því að leggja til aukinn vopnaburð í skólum og víðar. Skoðum tölurnar. Tíu öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa mörg undangengin ár hver fyrir sig þegið frá þrem upp í sjö milljónir dala frá Byssuvinafélaginu beint eða óbeint. Það gerir um 300 til 700 milljónir króna á hvern þessara þingmanna. Aðrir þiggja minna. Sami vandi herjar á fulltrúadeildina og fylkisþingin 50. Flestir þingmenn reyna að breiða yfir þessi fjárhagstengsl, en Trump forseti flaggar þeim. Hann sagði á opnum fundi félagsins fyrir kosningarnar 2016: „Þið stóðuð með mér og ég mun standa með ykkur.“ Við bætast framlög einstakra byssuvina til þingmanna og vina þeirra og velunnara. Þingmenn sniðganga lög með því að vísa févana kjósendum sem til þeirra leita til örlátra nafnlausra byssuvina.Hingað heim: Sama saga Áþekkur vandi er uppi hér heima. Engin rök, engin tölfræði, engar áhyggjur af lýðræði eða velsæmi fá haggað sérhagsmunaþjónkun meiri hluta Alþingis í fiskveiðistjórnarmálinu jafnvel þótt 83% kjósenda hafi lýst því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 að binda þurfi í nýrri stjórnarskrá ákvæði um að auðlindin í hafinu er sameign þjóðarinnar með sama hætti og olían í lögsögu Noregs er óskoruð þjóðareign. Þingmenn fást ekki til að hlýða þessu kalli kjósenda og virðast fúsir til að kosta til nánast hverju sem er til að styggja ekki útvegsmenn enda styrkja þeir stjórnmálaflokkana ríkulega, einkum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þetta er nærtækasta skýringin á framferði Alþingis í stjórnarskrármálinu. Alþingi nýtur trausts 22% kjósenda skv. könnun Gallups, næsti bær við Fjármálaeftirlitið (19%). Ísland dregst hratt niður eftir alþjóðlegum listum um lýðræði og velsæmi. Freedom House hefur undangengin ár lækkað lýðræðiseinkunn Íslands úr 100 í 95. Transparency International hefur með líku lagi lækkað spillingareinkunn Íslands úr 97 fyrir 2005 í 77 fyrir 2017 borið saman við 84 til 88 í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 75 í Bandaríkjunum. Aðrar vísbendingar hníga í sömu átt.Nú er komið nóg Allt er þetta á sömu bókina lært. Forusta þingsins reynir jafnvel að breiða yfir meint misferli í þinginu sjálfu. Alþingismenn halda áfram að berja höfðinu við steininn eins og þeir skeyti hvorki um skömm né heiður – nú undir virkri forustu Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs. Vanmegnugir stjórnarandstæðingar innan þings og utan malda í móinn, en allt kemur fyrir ekki. Við það verður ekki lengur unað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Sjá meira
Undangengin 50 ár, frá 1967 til 2017, voru að jafnaði framin fjöldamorð í Bandaríkjunum á fjögurra mánaða fresti. Fórnarlömbin, þau sem týndu lífi, voru átta að meðaltali í hverri árás, næstum 1.100 alls. Fjöldamorðum þar sem fórnarlömbin eru fjögur eða fleiri hefur fjölgað síðustu ár og hafa þau að undanförnu átt sér stað á tveggja mánaða fresti að jafnaði. Þrjú mannskæðustu fjöldamorð síðustu 50 ára hafa átt sér stað síðustu fimm mánuði. Þar féllu samtals 101 og er þá fjöldi særðra ekki talinn með. Og þá eru ótalin hin hversdagslegri morðin sem í Bandaríkjunum eru fimm sinnum fleiri miðað við mannfjölda en í Evrópu. Morðin eru fimm á ári á hverja 100.000 íbúa vestra á móti einu morði á ári á hverja 100.000 íbúa í Evrópu og á Íslandi skv. samantekt Alþjóðabankans. Samt hefur morðum í Bandaríkjunum fækkað um 10% frá aldamótum. Hvaða þjóðir skyldu fremja flest morð? Það eru Salvadorar (109 morð á hverja 100.000 íbúa 2015) og Hondúrar (64). Þá kemur Venesúela (57). Kaninn með sín fimm morð á hverja 100.000 íbúa stendur langt að baki Grænlendingum (12) og Rússum (11).Engin rök hagga þeim Allir vita að tíð morð í Bandaríkjunum stafa fyrst og fremst af rangsleitinni byssulöggjöf sem á engan sinn líka í Evrópu eða Kanada. Bandarískur almenningur kallar eftir breytingum á byssulöggjöfinni en samt stendur hún óbreytt mann fram af manni. Ekki nóg með það. Trump forseti lét það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi takmarkanir sem Obama forseti hafði lagt við byssukaupum geðsjúkra. Hvers vegna? Svarið blasir við. Bandaríska Byssuvinafélagið (e. National Rifle Association) eys fé í þingmenn, einkum repúblikana, bæði ljóst og leynt. Engin rök, engar tölur fá haggað stuðningi veðsettra þingmanna við óbreytta löggjöf um skotvopnaeign og eftirlit. Þeir bregðast við fjöldamorðunum með bænahaldi og með því að leggja til aukinn vopnaburð í skólum og víðar. Skoðum tölurnar. Tíu öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa mörg undangengin ár hver fyrir sig þegið frá þrem upp í sjö milljónir dala frá Byssuvinafélaginu beint eða óbeint. Það gerir um 300 til 700 milljónir króna á hvern þessara þingmanna. Aðrir þiggja minna. Sami vandi herjar á fulltrúadeildina og fylkisþingin 50. Flestir þingmenn reyna að breiða yfir þessi fjárhagstengsl, en Trump forseti flaggar þeim. Hann sagði á opnum fundi félagsins fyrir kosningarnar 2016: „Þið stóðuð með mér og ég mun standa með ykkur.“ Við bætast framlög einstakra byssuvina til þingmanna og vina þeirra og velunnara. Þingmenn sniðganga lög með því að vísa févana kjósendum sem til þeirra leita til örlátra nafnlausra byssuvina.Hingað heim: Sama saga Áþekkur vandi er uppi hér heima. Engin rök, engin tölfræði, engar áhyggjur af lýðræði eða velsæmi fá haggað sérhagsmunaþjónkun meiri hluta Alþingis í fiskveiðistjórnarmálinu jafnvel þótt 83% kjósenda hafi lýst því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 að binda þurfi í nýrri stjórnarskrá ákvæði um að auðlindin í hafinu er sameign þjóðarinnar með sama hætti og olían í lögsögu Noregs er óskoruð þjóðareign. Þingmenn fást ekki til að hlýða þessu kalli kjósenda og virðast fúsir til að kosta til nánast hverju sem er til að styggja ekki útvegsmenn enda styrkja þeir stjórnmálaflokkana ríkulega, einkum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þetta er nærtækasta skýringin á framferði Alþingis í stjórnarskrármálinu. Alþingi nýtur trausts 22% kjósenda skv. könnun Gallups, næsti bær við Fjármálaeftirlitið (19%). Ísland dregst hratt niður eftir alþjóðlegum listum um lýðræði og velsæmi. Freedom House hefur undangengin ár lækkað lýðræðiseinkunn Íslands úr 100 í 95. Transparency International hefur með líku lagi lækkað spillingareinkunn Íslands úr 97 fyrir 2005 í 77 fyrir 2017 borið saman við 84 til 88 í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 75 í Bandaríkjunum. Aðrar vísbendingar hníga í sömu átt.Nú er komið nóg Allt er þetta á sömu bókina lært. Forusta þingsins reynir jafnvel að breiða yfir meint misferli í þinginu sjálfu. Alþingismenn halda áfram að berja höfðinu við steininn eins og þeir skeyti hvorki um skömm né heiður – nú undir virkri forustu Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs. Vanmegnugir stjórnarandstæðingar innan þings og utan malda í móinn, en allt kemur fyrir ekki. Við það verður ekki lengur unað.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar