Brotthvarf úr framhaldsskólum Björn Guðmundsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Haustið 2017 hurfu 750 nemar frá námi í framhaldsskólum, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Stjórnvöld ætla að bregðast við með aukinni sálfræðiþjónustu. Það er jákvætt, en vandinn er margþættur og því þarf fleira til að minnka brottfallið. Hvers vegna hættu hinir 609? Í sumum framhaldsskólum hrjáir treglæsi um 50% stráka og 20% stelpna. Sálfræðingar í framhaldsskólum munu ekki bæta úr því. Grunnskólinn og foreldrar þurfa að gera betur, aðallega þó foreldrar. Mörg börn þurfa meiri lestrarþjálfun en grunnskólinn getur veitt og foreldrar verða að axla sína ábyrgð. Margir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla með litla kunnáttu í stærðfræði. Vankunnáttan er átakanleg og illskiljanlegt hve litlu 10 ára grunnskólanám skilar í sumum tilfellum. PISA-kannanir hafa staðfest þetta, en sumum þykir mikilvægara að „ydda mennskuna“ en að kenna börnum að reikna. Er ekki hægt að gera hvort tveggja? Í mörg ár hafa menn reynt að tala sig frá vandamálunum í stað þess að reyna að bæta árangur. Í síðustu viku mættu 5 nemendur af 18 og 4 af 22 í tíma hjá kollegum mínum í framhaldsskóla. Óveður hamlaði ekki. Að meðaltali mæta nemendur aðeins í 7 tíma af hverjum 10 á bóknámsbrautum í umræddum skóla. Þeir eru að meðaltali fjarverandi í 5 vikur á 16 vikna önn. Ætlum við að reka þjóðfélag með svona mætingu og vinnuframlagi? Skattgreiðendur greiða um milljón króna á vetri með hverjum nema í framhaldsskóla. Er fólk sátt við að greiða þennan kostnað fyrir nemendur sem mæta illa og sinna náminu illa? Þetta er því miður skollaleikur, sem endurspeglar vítavert agaleysi og þar bera foreldrar mikla ábyrgð. Alltof margir líta svo á að skólinn eigi að sinna nánast öllu sem viðkemur uppeldi ungmenna, allt frá tannburstun til þess að fara vel með peninga. Hvað ætla foreldrarnir sjálfir að kenna börnunum sínum? Í V-Evrópu fara um og yfir 40% nema í verknám í framhaldsskóla. Ísland sker sig úr með um 10-15%. Á bóknámsbrautum framhaldsskólanna eru margir skráðir sem eru illa læsir og með lélega undirstöðu í stærðfræði. Sumir fá litla aðstoð foreldra við námið og marga vantar grunn, áhuga, aga, metnað og framtíðarsýn. Þegar nemendur að auki mæta illa er ekki von á góðu og brottfall er býsna eðlilegt þegar þetta er haft í huga. Með styttingu framhaldsskólans var framhaldsskólakennurum gert enn erfiðara að koma þessu unga fólki til manns. Framhaldsskólanum er réttur sá kaleikur að taka við öllum nemum úr grunnskóla án tillits til þess hvort kunnátta og færni er fyrir hendi til að takast á við nám í framhaldsskóla. Er kannski ráð gegn brottfalli úr framhaldsskólum að útskrifa alla án tillits til þess hvort þeir kunna eitthvað og opna þeim leið í háskóla? Áður töldu flestir að stúdentspróf ætti að fela í sér vitnisburð um að handhafi þess væri fær um að stunda háskólanám. Sums staðar hafa menn misst sjónar á þessu. Nýlegar námsbrautir fela í sér valfrelsi sem gerir nemendum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sum stúdentspróf eru ófullnægjandi vegarnesti fyrir háskólanám. Mörg dæmi eru um að nemendur sem hafa reynt fyrir sér í háskóla snúi aftur í framhaldsskólann til að ljúka áföngum sem þeir hefðu átt að taka þar. Einnig eru vísbendingar um einkunnabólgu í íslenskum skólum eins og víðar á Vesturlöndum. Það felur í sér minni námskröfur kennara vegna ytri þrýstings. Vegna þessa slaka er brottfall úr framhaldsskólum líklega minna en það annars væri. Það er verk að vinna í menntun ungmenna á Íslandi.Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2017 hurfu 750 nemar frá námi í framhaldsskólum, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Stjórnvöld ætla að bregðast við með aukinni sálfræðiþjónustu. Það er jákvætt, en vandinn er margþættur og því þarf fleira til að minnka brottfallið. Hvers vegna hættu hinir 609? Í sumum framhaldsskólum hrjáir treglæsi um 50% stráka og 20% stelpna. Sálfræðingar í framhaldsskólum munu ekki bæta úr því. Grunnskólinn og foreldrar þurfa að gera betur, aðallega þó foreldrar. Mörg börn þurfa meiri lestrarþjálfun en grunnskólinn getur veitt og foreldrar verða að axla sína ábyrgð. Margir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla með litla kunnáttu í stærðfræði. Vankunnáttan er átakanleg og illskiljanlegt hve litlu 10 ára grunnskólanám skilar í sumum tilfellum. PISA-kannanir hafa staðfest þetta, en sumum þykir mikilvægara að „ydda mennskuna“ en að kenna börnum að reikna. Er ekki hægt að gera hvort tveggja? Í mörg ár hafa menn reynt að tala sig frá vandamálunum í stað þess að reyna að bæta árangur. Í síðustu viku mættu 5 nemendur af 18 og 4 af 22 í tíma hjá kollegum mínum í framhaldsskóla. Óveður hamlaði ekki. Að meðaltali mæta nemendur aðeins í 7 tíma af hverjum 10 á bóknámsbrautum í umræddum skóla. Þeir eru að meðaltali fjarverandi í 5 vikur á 16 vikna önn. Ætlum við að reka þjóðfélag með svona mætingu og vinnuframlagi? Skattgreiðendur greiða um milljón króna á vetri með hverjum nema í framhaldsskóla. Er fólk sátt við að greiða þennan kostnað fyrir nemendur sem mæta illa og sinna náminu illa? Þetta er því miður skollaleikur, sem endurspeglar vítavert agaleysi og þar bera foreldrar mikla ábyrgð. Alltof margir líta svo á að skólinn eigi að sinna nánast öllu sem viðkemur uppeldi ungmenna, allt frá tannburstun til þess að fara vel með peninga. Hvað ætla foreldrarnir sjálfir að kenna börnunum sínum? Í V-Evrópu fara um og yfir 40% nema í verknám í framhaldsskóla. Ísland sker sig úr með um 10-15%. Á bóknámsbrautum framhaldsskólanna eru margir skráðir sem eru illa læsir og með lélega undirstöðu í stærðfræði. Sumir fá litla aðstoð foreldra við námið og marga vantar grunn, áhuga, aga, metnað og framtíðarsýn. Þegar nemendur að auki mæta illa er ekki von á góðu og brottfall er býsna eðlilegt þegar þetta er haft í huga. Með styttingu framhaldsskólans var framhaldsskólakennurum gert enn erfiðara að koma þessu unga fólki til manns. Framhaldsskólanum er réttur sá kaleikur að taka við öllum nemum úr grunnskóla án tillits til þess hvort kunnátta og færni er fyrir hendi til að takast á við nám í framhaldsskóla. Er kannski ráð gegn brottfalli úr framhaldsskólum að útskrifa alla án tillits til þess hvort þeir kunna eitthvað og opna þeim leið í háskóla? Áður töldu flestir að stúdentspróf ætti að fela í sér vitnisburð um að handhafi þess væri fær um að stunda háskólanám. Sums staðar hafa menn misst sjónar á þessu. Nýlegar námsbrautir fela í sér valfrelsi sem gerir nemendum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sum stúdentspróf eru ófullnægjandi vegarnesti fyrir háskólanám. Mörg dæmi eru um að nemendur sem hafa reynt fyrir sér í háskóla snúi aftur í framhaldsskólann til að ljúka áföngum sem þeir hefðu átt að taka þar. Einnig eru vísbendingar um einkunnabólgu í íslenskum skólum eins og víðar á Vesturlöndum. Það felur í sér minni námskröfur kennara vegna ytri þrýstings. Vegna þessa slaka er brottfall úr framhaldsskólum líklega minna en það annars væri. Það er verk að vinna í menntun ungmenna á Íslandi.Höfundur er framhaldsskólakennari
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun