Brotthvarf úr framhaldsskólum Björn Guðmundsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Haustið 2017 hurfu 750 nemar frá námi í framhaldsskólum, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Stjórnvöld ætla að bregðast við með aukinni sálfræðiþjónustu. Það er jákvætt, en vandinn er margþættur og því þarf fleira til að minnka brottfallið. Hvers vegna hættu hinir 609? Í sumum framhaldsskólum hrjáir treglæsi um 50% stráka og 20% stelpna. Sálfræðingar í framhaldsskólum munu ekki bæta úr því. Grunnskólinn og foreldrar þurfa að gera betur, aðallega þó foreldrar. Mörg börn þurfa meiri lestrarþjálfun en grunnskólinn getur veitt og foreldrar verða að axla sína ábyrgð. Margir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla með litla kunnáttu í stærðfræði. Vankunnáttan er átakanleg og illskiljanlegt hve litlu 10 ára grunnskólanám skilar í sumum tilfellum. PISA-kannanir hafa staðfest þetta, en sumum þykir mikilvægara að „ydda mennskuna“ en að kenna börnum að reikna. Er ekki hægt að gera hvort tveggja? Í mörg ár hafa menn reynt að tala sig frá vandamálunum í stað þess að reyna að bæta árangur. Í síðustu viku mættu 5 nemendur af 18 og 4 af 22 í tíma hjá kollegum mínum í framhaldsskóla. Óveður hamlaði ekki. Að meðaltali mæta nemendur aðeins í 7 tíma af hverjum 10 á bóknámsbrautum í umræddum skóla. Þeir eru að meðaltali fjarverandi í 5 vikur á 16 vikna önn. Ætlum við að reka þjóðfélag með svona mætingu og vinnuframlagi? Skattgreiðendur greiða um milljón króna á vetri með hverjum nema í framhaldsskóla. Er fólk sátt við að greiða þennan kostnað fyrir nemendur sem mæta illa og sinna náminu illa? Þetta er því miður skollaleikur, sem endurspeglar vítavert agaleysi og þar bera foreldrar mikla ábyrgð. Alltof margir líta svo á að skólinn eigi að sinna nánast öllu sem viðkemur uppeldi ungmenna, allt frá tannburstun til þess að fara vel með peninga. Hvað ætla foreldrarnir sjálfir að kenna börnunum sínum? Í V-Evrópu fara um og yfir 40% nema í verknám í framhaldsskóla. Ísland sker sig úr með um 10-15%. Á bóknámsbrautum framhaldsskólanna eru margir skráðir sem eru illa læsir og með lélega undirstöðu í stærðfræði. Sumir fá litla aðstoð foreldra við námið og marga vantar grunn, áhuga, aga, metnað og framtíðarsýn. Þegar nemendur að auki mæta illa er ekki von á góðu og brottfall er býsna eðlilegt þegar þetta er haft í huga. Með styttingu framhaldsskólans var framhaldsskólakennurum gert enn erfiðara að koma þessu unga fólki til manns. Framhaldsskólanum er réttur sá kaleikur að taka við öllum nemum úr grunnskóla án tillits til þess hvort kunnátta og færni er fyrir hendi til að takast á við nám í framhaldsskóla. Er kannski ráð gegn brottfalli úr framhaldsskólum að útskrifa alla án tillits til þess hvort þeir kunna eitthvað og opna þeim leið í háskóla? Áður töldu flestir að stúdentspróf ætti að fela í sér vitnisburð um að handhafi þess væri fær um að stunda háskólanám. Sums staðar hafa menn misst sjónar á þessu. Nýlegar námsbrautir fela í sér valfrelsi sem gerir nemendum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sum stúdentspróf eru ófullnægjandi vegarnesti fyrir háskólanám. Mörg dæmi eru um að nemendur sem hafa reynt fyrir sér í háskóla snúi aftur í framhaldsskólann til að ljúka áföngum sem þeir hefðu átt að taka þar. Einnig eru vísbendingar um einkunnabólgu í íslenskum skólum eins og víðar á Vesturlöndum. Það felur í sér minni námskröfur kennara vegna ytri þrýstings. Vegna þessa slaka er brottfall úr framhaldsskólum líklega minna en það annars væri. Það er verk að vinna í menntun ungmenna á Íslandi.Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Haustið 2017 hurfu 750 nemar frá námi í framhaldsskólum, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Stjórnvöld ætla að bregðast við með aukinni sálfræðiþjónustu. Það er jákvætt, en vandinn er margþættur og því þarf fleira til að minnka brottfallið. Hvers vegna hættu hinir 609? Í sumum framhaldsskólum hrjáir treglæsi um 50% stráka og 20% stelpna. Sálfræðingar í framhaldsskólum munu ekki bæta úr því. Grunnskólinn og foreldrar þurfa að gera betur, aðallega þó foreldrar. Mörg börn þurfa meiri lestrarþjálfun en grunnskólinn getur veitt og foreldrar verða að axla sína ábyrgð. Margir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla með litla kunnáttu í stærðfræði. Vankunnáttan er átakanleg og illskiljanlegt hve litlu 10 ára grunnskólanám skilar í sumum tilfellum. PISA-kannanir hafa staðfest þetta, en sumum þykir mikilvægara að „ydda mennskuna“ en að kenna börnum að reikna. Er ekki hægt að gera hvort tveggja? Í mörg ár hafa menn reynt að tala sig frá vandamálunum í stað þess að reyna að bæta árangur. Í síðustu viku mættu 5 nemendur af 18 og 4 af 22 í tíma hjá kollegum mínum í framhaldsskóla. Óveður hamlaði ekki. Að meðaltali mæta nemendur aðeins í 7 tíma af hverjum 10 á bóknámsbrautum í umræddum skóla. Þeir eru að meðaltali fjarverandi í 5 vikur á 16 vikna önn. Ætlum við að reka þjóðfélag með svona mætingu og vinnuframlagi? Skattgreiðendur greiða um milljón króna á vetri með hverjum nema í framhaldsskóla. Er fólk sátt við að greiða þennan kostnað fyrir nemendur sem mæta illa og sinna náminu illa? Þetta er því miður skollaleikur, sem endurspeglar vítavert agaleysi og þar bera foreldrar mikla ábyrgð. Alltof margir líta svo á að skólinn eigi að sinna nánast öllu sem viðkemur uppeldi ungmenna, allt frá tannburstun til þess að fara vel með peninga. Hvað ætla foreldrarnir sjálfir að kenna börnunum sínum? Í V-Evrópu fara um og yfir 40% nema í verknám í framhaldsskóla. Ísland sker sig úr með um 10-15%. Á bóknámsbrautum framhaldsskólanna eru margir skráðir sem eru illa læsir og með lélega undirstöðu í stærðfræði. Sumir fá litla aðstoð foreldra við námið og marga vantar grunn, áhuga, aga, metnað og framtíðarsýn. Þegar nemendur að auki mæta illa er ekki von á góðu og brottfall er býsna eðlilegt þegar þetta er haft í huga. Með styttingu framhaldsskólans var framhaldsskólakennurum gert enn erfiðara að koma þessu unga fólki til manns. Framhaldsskólanum er réttur sá kaleikur að taka við öllum nemum úr grunnskóla án tillits til þess hvort kunnátta og færni er fyrir hendi til að takast á við nám í framhaldsskóla. Er kannski ráð gegn brottfalli úr framhaldsskólum að útskrifa alla án tillits til þess hvort þeir kunna eitthvað og opna þeim leið í háskóla? Áður töldu flestir að stúdentspróf ætti að fela í sér vitnisburð um að handhafi þess væri fær um að stunda háskólanám. Sums staðar hafa menn misst sjónar á þessu. Nýlegar námsbrautir fela í sér valfrelsi sem gerir nemendum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sum stúdentspróf eru ófullnægjandi vegarnesti fyrir háskólanám. Mörg dæmi eru um að nemendur sem hafa reynt fyrir sér í háskóla snúi aftur í framhaldsskólann til að ljúka áföngum sem þeir hefðu átt að taka þar. Einnig eru vísbendingar um einkunnabólgu í íslenskum skólum eins og víðar á Vesturlöndum. Það felur í sér minni námskröfur kennara vegna ytri þrýstings. Vegna þessa slaka er brottfall úr framhaldsskólum líklega minna en það annars væri. Það er verk að vinna í menntun ungmenna á Íslandi.Höfundur er framhaldsskólakennari
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun