Auðlindin okkar Oddný Harðardóttir skrifar 2. mars 2018 07:00 Stjórnarflokkarnir ætla að lækka veiðigjöldin og segja að smærri útgerðir ráði ekki við þau. Hærri veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári eru til komin vegna afar góðrar afkomu útgerðarfyrirtækjanna fyrir tveimur fiskveiðiárum. Það er vissulega galli að útreikningur veiðigjalda skuli miðast við tveggja ára gögn en það á ekki að koma útgerðarmönnum á óvart sem ekki sáu ástæðu til að kvarta undan of lágum veiðigjöldum fyrir tveimur árum. Formaður atvinnuveganefndar hefur sérstaklega kallað eftir því að þjóðin gefi enn afslátt af veiðigjöldunum vegna þess að sveitarfélögunum út um land standi af þeim ógn, því útgerðir gætu hætt vegna þeirra. Nú mætti spyrja þingmann Vg og formann atvinnuveganefndar hvort hún telji að HB Grandi hafi flutt sig frá Akranesi vegna þess að veiðigjöldin voru of há? Eða stendur sveitarfélögunum ekki frekar ógn af því að útgerðir selja kvóta dýru verði og fara? Og ef áhyggjurnar eru af smærri útgerðum, vill hún þá ekki breyta útreikningi á veiðigjöldum þannig að þau fari stighækkandi eftir stærð útgerða? Slíkt vinnur gegn samþjöppun og tekur tillit til sérstöðu smærri útgerða. Þjóðin á rétt á því að fá sanngjarnan arð af auðlind sinni og stjórnmálamenn eiga ekki að hlaupa til og lækka hlut þjóðarinnar um leið og útgerðin kvartar. Afar líklegt er að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár því þorskkvótinn hefur aldrei mælst stærri. Hann hefur nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár, farið úr 130 þúsund tonnum í 258 þúsund tonn og á síðustu þremur árum aukist um 40 þúsund tonn. Almenningur hlýtur að krefja stjórnvöld svara við því hvers vegna þau vilja frekar lækka veiðigjöldin og færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís, heldur en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til þjóðþrifamála. Framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verður til umræðu á landsfundi Samfylkingarinnar í málefnanefnd um atvinnumál.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir ætla að lækka veiðigjöldin og segja að smærri útgerðir ráði ekki við þau. Hærri veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári eru til komin vegna afar góðrar afkomu útgerðarfyrirtækjanna fyrir tveimur fiskveiðiárum. Það er vissulega galli að útreikningur veiðigjalda skuli miðast við tveggja ára gögn en það á ekki að koma útgerðarmönnum á óvart sem ekki sáu ástæðu til að kvarta undan of lágum veiðigjöldum fyrir tveimur árum. Formaður atvinnuveganefndar hefur sérstaklega kallað eftir því að þjóðin gefi enn afslátt af veiðigjöldunum vegna þess að sveitarfélögunum út um land standi af þeim ógn, því útgerðir gætu hætt vegna þeirra. Nú mætti spyrja þingmann Vg og formann atvinnuveganefndar hvort hún telji að HB Grandi hafi flutt sig frá Akranesi vegna þess að veiðigjöldin voru of há? Eða stendur sveitarfélögunum ekki frekar ógn af því að útgerðir selja kvóta dýru verði og fara? Og ef áhyggjurnar eru af smærri útgerðum, vill hún þá ekki breyta útreikningi á veiðigjöldum þannig að þau fari stighækkandi eftir stærð útgerða? Slíkt vinnur gegn samþjöppun og tekur tillit til sérstöðu smærri útgerða. Þjóðin á rétt á því að fá sanngjarnan arð af auðlind sinni og stjórnmálamenn eiga ekki að hlaupa til og lækka hlut þjóðarinnar um leið og útgerðin kvartar. Afar líklegt er að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár því þorskkvótinn hefur aldrei mælst stærri. Hann hefur nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár, farið úr 130 þúsund tonnum í 258 þúsund tonn og á síðustu þremur árum aukist um 40 þúsund tonn. Almenningur hlýtur að krefja stjórnvöld svara við því hvers vegna þau vilja frekar lækka veiðigjöldin og færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís, heldur en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til þjóðþrifamála. Framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verður til umræðu á landsfundi Samfylkingarinnar í málefnanefnd um atvinnumál.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar