Körfubolti

Elvar Már í sögubækur bandaríska háskólaboltans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Andri Marinó

Elvar Már Friðriksson skrifaði sig í sögubækurnar í bandaríska háskólaboltanum þegar hann var valinn leikmaður ársins í SSC deildinni.

Elvar Már hefur farið á kostum með liði Barry háskólans, var að meðaltali með 20.1 stig og 7,3 stoðsendingar í leik á tímabilinu.

Njarðvíkingurinn var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili og er hann aðeins fjórði leikmaður sögunnar sem hefur verið valinn leikmaður ársins tvö ár í röð.

Þá varð hann fyrstur allra til þess að vinna titilinn tvö ár í röð ásamt því að vera valinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili.

Elvar var einnig valinn í úrvalslið ársins í deildinni.

Barry mætir Rollins í undanúrslitum SSC deildarinnar um helgina og verður Elvar þar í lykilhlutverki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.