Mun stærri hópar koma inn í háskólana í haust Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 20:00 Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira