Mun stærri hópar koma inn í háskólana í haust Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 20:00 Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira