Mun stærri hópar koma inn í háskólana í haust Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 20:00 Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira