BL segist ekki hafa mátt tala um tæringu í Nissan Pathfinder Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2018 13:16 Tæringar hefur orðið vart í grindum eldri gerða Nissan Pathfinder, frá 2005 til 2012. Myndin er af árgerð 2005 þegar hún var kynnt á sínum tíma. Vísir/EPA Engin formleg innköllun hefur verið á Nissan Pathfinder-bifreiðum og því hefur bílaumboðið BL ehf. ekki mátt láta eigendur þeirra vita af möguleikanum á tæringu í grind þeirra. Eigendur bílanna voru í dag hvattir til að koma með þá til skoðunar. Framkvæmdastjóri markaðsssviðs BL neitar því að bílarnir séu hættulegir. Neytendastofa greindi frá tilkynningu BL þar sem eigendur Nissan Pathfinder voru hvattir til að koma með þá til skoðunar til að kanna styrkleika grindar þeirra í dag. Nissan Navara-bílar voru innkallaðir vegna óeðlilegrar tæringar í grind í desember en vandamálið hefur einnig plagað Pathfinder-bílana. Nokkur óánægja hefur verið á meðal eigenda Pathfinder-bíla með að BL hafi ekki látið þá vita af vandamálinu. Tæringin er í eldri gerðum bílanna, frá 2005 til 2012, en þeir elstu byrjuðu að renna út úr tólf ára ábyrgð í fyrra. BL sagði í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis í desember að fyrirtækið byðist til að kaupa upp Pathfinder, yngri en tólf ára, ef tæringin kæmi í ljós. Þeir voru þó aldrei innkallaðir. BL beindi hins vegar þeim tilmælum til verkstæða að skima eftir tæringunni. Þegar hún kom í ljós og bílarnir voru enn í ábyrgð bauðst fyrirtækið til að kaupa þá upp. Loftur Ágústsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs BL, segir við Vísi að fyrirtækið hafi ekki haft leyfi til að láta eigendurna vita enda sé engin formleg innköllun í gangi á þeim. Það hafi ekki verið fyrr en með tilkynningunni til Neytendastofu í dag sem leyfi hafi fengist til að nefna Pathfinder-bílana. „Í svona málum getum við ekkert gert nema með samþykki Nissan. Við fengum samþykki Nissan fyrir því að senda út bréf varðandi Navara-bílana. Þeir meta það sem svo að það sé ástæða til þess. Aftur á móti varðandi Pathfinder-bílana, sennilega vegna þess að þar er engin hætta á ferðum að þeirra mati, þá fengum við aldrei og höfum ekki ennþá fengið leyfi til þess,“ segir hann.Ósáttir við að vera ekki látnir vita Vísir ræddi við fyrrverandi eiganda Nissan Pathinder-bíls sem var ósáttur við hvernig BL hefði haldið á málum í desember. Hann lýsti því hvernig hann hefði aðeins frétt af vandamálinu fyrir tilviljun. Síðar hafi komið í ljós að bíll hans væri ónýtur. BL keypti bílinn þrátt fyrir að hann væri eldri en tólf ára. Óánægðir eigendur Pathfinder- og Navara-bíla hafa stofnað Facebook-hóp þar sem þeir hafa deilt sögum um hvernig þeir hafa setið uppi með verðlausa bíla. Færsla Valdimars Arnar Matthíassonar í hópnum vakti talsverða athygli en henni hefur verið deilt meira en þúsund sinnum. Í færslunni lýsti Valdimar Örn óánægju sinni með að BL hefði ekki látið hann vita af vandamálinu með bílana. Bíll hans hafi verið úrskurðaður ónýtur í febrúar en þá var hann runninn úr ábyrgð. Fullyrðir hann einnig að hann hefði aldrei lagt af stað í langferð með fjölskylduna á bílnum í lok síðasta sumars hefði hann vitað af vandamálinu. „[...] það sem verður aldrei bætt er fjölskylda manns. Og það hlýtur að vera siðferðislega skylda okkar að hugsa um velferð allra og reyna að fyrirbyggja og stunda ekkert athæfi sem getur á einhvern hátt skaðað eða valdið slysum á samborgurm okkar,“ skrifaði Valdimar Örn og tengdi við ákvörðun BL að láta eigendur ekki vita af tæringunni.Hafa ekki fjárhagslegan hag af því að segja ekki frá tæringunni Loftur hafnar því hins vegar að Pathfinder-bílarnir séu hættulegir. Nissan hafi látið gera álags- og áhættupróf og niðurstöður þeirra hafi verið sendar Neytendastofu án athugasemda. „Nei, samkvæmt því sem Nissan segir okkur og eftir þetta álagspróf er ekki hættulegt að nota þessa bíla,“ segir Loftur spurður að því hvort að hættulegt sé að keyra Pathfinder-bíla með tærðri grind. Nissan beri jafnframt engin skylda til þess að bæta bílana sem séu orðnir gamlir og misvel hafi verið farið með þá. Í öllum tilfellum hafi BL látið matsverð á bílnum, óháð ástandi, standa. Eins bendir Loftur á að hægt sé að laga grindurnar þó að Nissan hafi ekki viljað blanda sér í það. Þá segir Loftur að þvert á það sem óánægðir eigendur bílanna hafi gefið í skyn hafi BL engan fjárhagslegan ávinning af því að greina ekki frá vandamálinu með bílana. „Þetta kemur beint frá Nissan. Allt sem er gert kemur frá þeim,“ segir hann. Tengdar fréttir Eigendur Nissan Pathfinder-jeppa hvattir til að láta skoða þá Neytendastofa greinir frá tilkynningu BL um tæringu í grind Nissan Pathfinder-bifreiða. 6. mars 2018 12:35 Ósáttur við vinnubrögð BL með Nissan-jeppa: Eigendur ekki látnir vita af vandamáli með bílana Fyrrverandi eigandi Nissan-jeppa sem BL keypti vegna tæringar í grind segist hafa fundið nokkra slíka bíla til sölu á bílasölum í Reykjavík. 21. desember 2017 09:30 BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Nissan býðst til að kaupa upp Navara- og Pathfinder-bíla sem eru yngri en tólf ára vegna tæringar í grindum þeirra. Tilkynnt hefur verið um innköllun Navara-bílanna. 20. desember 2017 09:00 Fá 1.600 þúsund fyrir ónýtan bíl Hveragerðisbær tekur tilboði BL. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Engin formleg innköllun hefur verið á Nissan Pathfinder-bifreiðum og því hefur bílaumboðið BL ehf. ekki mátt láta eigendur þeirra vita af möguleikanum á tæringu í grind þeirra. Eigendur bílanna voru í dag hvattir til að koma með þá til skoðunar. Framkvæmdastjóri markaðsssviðs BL neitar því að bílarnir séu hættulegir. Neytendastofa greindi frá tilkynningu BL þar sem eigendur Nissan Pathfinder voru hvattir til að koma með þá til skoðunar til að kanna styrkleika grindar þeirra í dag. Nissan Navara-bílar voru innkallaðir vegna óeðlilegrar tæringar í grind í desember en vandamálið hefur einnig plagað Pathfinder-bílana. Nokkur óánægja hefur verið á meðal eigenda Pathfinder-bíla með að BL hafi ekki látið þá vita af vandamálinu. Tæringin er í eldri gerðum bílanna, frá 2005 til 2012, en þeir elstu byrjuðu að renna út úr tólf ára ábyrgð í fyrra. BL sagði í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis í desember að fyrirtækið byðist til að kaupa upp Pathfinder, yngri en tólf ára, ef tæringin kæmi í ljós. Þeir voru þó aldrei innkallaðir. BL beindi hins vegar þeim tilmælum til verkstæða að skima eftir tæringunni. Þegar hún kom í ljós og bílarnir voru enn í ábyrgð bauðst fyrirtækið til að kaupa þá upp. Loftur Ágústsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs BL, segir við Vísi að fyrirtækið hafi ekki haft leyfi til að láta eigendurna vita enda sé engin formleg innköllun í gangi á þeim. Það hafi ekki verið fyrr en með tilkynningunni til Neytendastofu í dag sem leyfi hafi fengist til að nefna Pathfinder-bílana. „Í svona málum getum við ekkert gert nema með samþykki Nissan. Við fengum samþykki Nissan fyrir því að senda út bréf varðandi Navara-bílana. Þeir meta það sem svo að það sé ástæða til þess. Aftur á móti varðandi Pathfinder-bílana, sennilega vegna þess að þar er engin hætta á ferðum að þeirra mati, þá fengum við aldrei og höfum ekki ennþá fengið leyfi til þess,“ segir hann.Ósáttir við að vera ekki látnir vita Vísir ræddi við fyrrverandi eiganda Nissan Pathinder-bíls sem var ósáttur við hvernig BL hefði haldið á málum í desember. Hann lýsti því hvernig hann hefði aðeins frétt af vandamálinu fyrir tilviljun. Síðar hafi komið í ljós að bíll hans væri ónýtur. BL keypti bílinn þrátt fyrir að hann væri eldri en tólf ára. Óánægðir eigendur Pathfinder- og Navara-bíla hafa stofnað Facebook-hóp þar sem þeir hafa deilt sögum um hvernig þeir hafa setið uppi með verðlausa bíla. Færsla Valdimars Arnar Matthíassonar í hópnum vakti talsverða athygli en henni hefur verið deilt meira en þúsund sinnum. Í færslunni lýsti Valdimar Örn óánægju sinni með að BL hefði ekki látið hann vita af vandamálinu með bílana. Bíll hans hafi verið úrskurðaður ónýtur í febrúar en þá var hann runninn úr ábyrgð. Fullyrðir hann einnig að hann hefði aldrei lagt af stað í langferð með fjölskylduna á bílnum í lok síðasta sumars hefði hann vitað af vandamálinu. „[...] það sem verður aldrei bætt er fjölskylda manns. Og það hlýtur að vera siðferðislega skylda okkar að hugsa um velferð allra og reyna að fyrirbyggja og stunda ekkert athæfi sem getur á einhvern hátt skaðað eða valdið slysum á samborgurm okkar,“ skrifaði Valdimar Örn og tengdi við ákvörðun BL að láta eigendur ekki vita af tæringunni.Hafa ekki fjárhagslegan hag af því að segja ekki frá tæringunni Loftur hafnar því hins vegar að Pathfinder-bílarnir séu hættulegir. Nissan hafi látið gera álags- og áhættupróf og niðurstöður þeirra hafi verið sendar Neytendastofu án athugasemda. „Nei, samkvæmt því sem Nissan segir okkur og eftir þetta álagspróf er ekki hættulegt að nota þessa bíla,“ segir Loftur spurður að því hvort að hættulegt sé að keyra Pathfinder-bíla með tærðri grind. Nissan beri jafnframt engin skylda til þess að bæta bílana sem séu orðnir gamlir og misvel hafi verið farið með þá. Í öllum tilfellum hafi BL látið matsverð á bílnum, óháð ástandi, standa. Eins bendir Loftur á að hægt sé að laga grindurnar þó að Nissan hafi ekki viljað blanda sér í það. Þá segir Loftur að þvert á það sem óánægðir eigendur bílanna hafi gefið í skyn hafi BL engan fjárhagslegan ávinning af því að greina ekki frá vandamálinu með bílana. „Þetta kemur beint frá Nissan. Allt sem er gert kemur frá þeim,“ segir hann.
Tengdar fréttir Eigendur Nissan Pathfinder-jeppa hvattir til að láta skoða þá Neytendastofa greinir frá tilkynningu BL um tæringu í grind Nissan Pathfinder-bifreiða. 6. mars 2018 12:35 Ósáttur við vinnubrögð BL með Nissan-jeppa: Eigendur ekki látnir vita af vandamáli með bílana Fyrrverandi eigandi Nissan-jeppa sem BL keypti vegna tæringar í grind segist hafa fundið nokkra slíka bíla til sölu á bílasölum í Reykjavík. 21. desember 2017 09:30 BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Nissan býðst til að kaupa upp Navara- og Pathfinder-bíla sem eru yngri en tólf ára vegna tæringar í grindum þeirra. Tilkynnt hefur verið um innköllun Navara-bílanna. 20. desember 2017 09:00 Fá 1.600 þúsund fyrir ónýtan bíl Hveragerðisbær tekur tilboði BL. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Eigendur Nissan Pathfinder-jeppa hvattir til að láta skoða þá Neytendastofa greinir frá tilkynningu BL um tæringu í grind Nissan Pathfinder-bifreiða. 6. mars 2018 12:35
Ósáttur við vinnubrögð BL með Nissan-jeppa: Eigendur ekki látnir vita af vandamáli með bílana Fyrrverandi eigandi Nissan-jeppa sem BL keypti vegna tæringar í grind segist hafa fundið nokkra slíka bíla til sölu á bílasölum í Reykjavík. 21. desember 2017 09:30
BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Nissan býðst til að kaupa upp Navara- og Pathfinder-bíla sem eru yngri en tólf ára vegna tæringar í grindum þeirra. Tilkynnt hefur verið um innköllun Navara-bílanna. 20. desember 2017 09:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent