Trump fellur um 222 sæti á lista yfir þá ríkustu í heimi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2018 16:26 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið um 222 sæti á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Trump var metinn á 3,5 milljarða Bandaríkjadala í fyrra, eða tæpa 348 milljarða íslenskra króna, en samkvæmt nýjustu mælingum hefur virði forsetans dalað og mælist nú 3,1 milljarðar dala eða um 308 milljarðar íslenskra króna. Í mati Forbes segir að samdráttinn í viðskiptaveldi Trumps megi að stórum hluta rekja til lækkana á fasteignaverði miðsvæðis í New York auk þess sem golfvellir hans hafa þénað minna en áður. Stofnandi netrisans Amazon, Jeff Bezos, trónar á toppi Forbes-listans en hann auðgaðist um 73 milljarða dala á árinu. Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft situr í öðru sæti og fjárfestirinn Warren Buffet í því þriðja. „Hin ofurríku halda áfram að verða ríkari, og stækka bilið á milli sín og allra hinna,“ segir í yfirlýsingu um listann frá Luisu Kroll og Kerry Dolan frá Forbes Media. Lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi má nálgast í heild sinni hér. Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Trump ræður kosningastjóra fyrir endurkjör árið 2020 Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. 27. febrúar 2018 16:24 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið um 222 sæti á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Trump var metinn á 3,5 milljarða Bandaríkjadala í fyrra, eða tæpa 348 milljarða íslenskra króna, en samkvæmt nýjustu mælingum hefur virði forsetans dalað og mælist nú 3,1 milljarðar dala eða um 308 milljarðar íslenskra króna. Í mati Forbes segir að samdráttinn í viðskiptaveldi Trumps megi að stórum hluta rekja til lækkana á fasteignaverði miðsvæðis í New York auk þess sem golfvellir hans hafa þénað minna en áður. Stofnandi netrisans Amazon, Jeff Bezos, trónar á toppi Forbes-listans en hann auðgaðist um 73 milljarða dala á árinu. Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft situr í öðru sæti og fjárfestirinn Warren Buffet í því þriðja. „Hin ofurríku halda áfram að verða ríkari, og stækka bilið á milli sín og allra hinna,“ segir í yfirlýsingu um listann frá Luisu Kroll og Kerry Dolan frá Forbes Media. Lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi má nálgast í heild sinni hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Trump ræður kosningastjóra fyrir endurkjör árið 2020 Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. 27. febrúar 2018 16:24 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05
Trump ræður kosningastjóra fyrir endurkjör árið 2020 Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. 27. febrúar 2018 16:24
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20