Viðskipti erlent

Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
25 prósent tollur verður settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur
25 prósent tollur verður settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni.

25 prósent tollur verður settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands.

„Við munum skrifa undir þetta í næstu viku og þið munið hljóta tollavernd í langan tíma,“ sagði Trump umkringdur forstjórum stál- og álframleiðanda í Bandaríkjunum er hann kynnti ákvörðunina.

Í frétt Washington Post segir að fastlega sé gert ráð fyrir því að ríki sem flytji inn mikið magn af áli og stáli til Bandaríkjanna muni höfða mál gegn Bandaríkjunum innan Aljóðaviðskiptastofnunnarinnar. Að auki er talið mögulegt að ríkin muni svara í sömu mynt.

Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum, sem reiða sig mjög á innflutt stál og ál, vöruðu Trump við því að hækkun tolla á þessum vöru gæti leitt til þess að hærra verð á innflutti stáli og áli gæti skaðað bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum og orðið til þess að segja þurfi starfsfólki upp,

Alls flytja 110 ríki stál- og álvörur inn til Bandaríkjanna. Kína situr þar í ellefta sæti en stærstu ál- og stálinnflytjendurnir eru Kanada, Brasilía, Suður-Kóra, Mexíkó og Rússlands.

Hér að neðan má sjá myndræna útskýringu Washington Post á því hvernig stáltollar virka.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.