Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 06:30 Guðmundur stýrði Barein síðast. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00
Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30