Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 06:30 Guðmundur stýrði Barein síðast. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00
Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30