Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 06:30 Guðmundur stýrði Barein síðast. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. Guðmundur, sem tók við íslenska liðinu í þriðja skipti á felrlinum fyrr á árinu, stýrði danska landsliðinu á árunum 2014-17 og gerði þá að Ólympíumeisturum árið 2016. Hann hætti hjá sambandinu sumarið 2017 og hefur síðan þá lýst deilum sem hann átti í við Ulrik Wilbek og tilraunir þess síðarnefnda til þess að láta reka Guðmund úr starfi. „Þetta var öðruvísi í Danmörku. Þegar ég var á Íslandi og í Þýskalandi þá treysti fólk mér og bar virðingu fyrir mér, sem er mikilvægt fyrir þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Það má segja að ég hafi verið í bakkgír frá fyrsta degi í Danmörku. Það var stöðugur mótvindur og ég var farinn að efast um allar mínar ákvarðanir, sem var erfitt að upplifa.“ „Það var erfitt að koma inn í þetta starf sem útlendingur því flestir bjuggust við Dana í starfið. Þessi tími var erfiður fyrir mig.“ Eftir að hafa stýrt danska liðinu til Ólympíugulls bjóst Guðmundur við því að fá endurnýjun á samningi sínum, sem var til júlí 2017. Hann sagðist hins vegar hafa séð strax að danska sambandið hafði ekki áhuga á því og hann gaf það út í nóvember 2016 að hann ætlaði ekki að halda áfram eftir að samningur hans rynni út. Í millitíðinnni stýrði Guðmundur danska liðinu á HM í Frakklandi í janúar 2017. „Andrúmsloftið var erfitt eftir það sem gerðist eftir Ólympíuleikana. Það var mikið um meiðsli og leikmenn voru ekki í sínu besta formi. Leikmennina vantaði hungrið.“ Er blaðamaðurinn spurði Guðmund hvort hann liti til baka og óskaði þess að hafa hætt fyrir HM. Fyrst svaraði Guðmundur ekki hreint út en knúinn svari sagði hann: „Já, ég held ég óski þess.“ „En markmið mitt á þeim tíma var að verða heimsmeistari og við áttum möguleika á því. Ég var enn samningsbundinn og ég er þannig karakter að ég klára mína samninga. Ég ætlaði að vinna heimsmeistaratitilinn og hætta þá.“ Spurður út í það hvort hann sé sár yfir því hvernig hlutirnir enduðu sagði Guðmundur að hann einbeitti sér að hinu jákvæða. Aðspurður hvað hann hugsi um Ulrik Wilbek og forráðamenn danska sambandsins sagði Guðmundur: „Ekkert.“ „Ég hef ekki heyrt frá Ulrik síðan á Ólympíuleikunum. Og ekki talað við Per Bertelsen [formann danska sambandsins] heldur. Það er skrítið en þú verður að spurja þá hvers vegna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00 Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Guðmundur Guðmundsson fór á kostum í Akraborginni á X977 þar sem hann fór yfir tíma sinn í Danmörku. 8. febrúar 2018 10:00
Wilbek snýr aftur í handboltann Ulrik Wilbek hefur ekki starfað í kringum handboltann síðan hann hætti eftir Ólympíufarsann í Danmörku. 21. ágúst 2017 14:30