Eyja kvikmyndafeðga boðin á 150 milljónir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. mars 2018 07:00 Feðgarnir og kvikmyndaframleiðendurnir Sigurjón Sighvatsson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir tæpum áratug. Vísir/anton brink Eyjan Arney á Breiðafirði er nú boðin til sölu á 150 milljónir króna. Arney er í sölulýsingu sögð vera stór eyja skammt undan Stykkishólmi. Henni fylgi 10 til 11 hólmar og eyjar og hálf Skjaldarey á móti Bíldsey. Í eyjunni sé íbúðarhús og útihús sem þarfnist aðhlynningar. Þar sé æðarvarp og lundatekja og góð grásleppumið. Vatnsból í Arnarey sé gott. „Mikil náttúrufegurð. Einstök náttúruperla,“ segir í auglýsingunni. Eigandi Arneyjar er félagið SI fasteignir en skráður eigandi þess er Þórir Snær Sigurjónsson, kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak. Þórir er meðal annars einn stofnenda bakarísins Brauð&Co á Frakkastíg. Hann er sonur Sigurjóns Sighvatssonar sem einnig er kvikmyndaframleiðandi og keypti einmitt Arney um aldamótin síðustu. Fleiri eyjar á svipuðum slóðum eru einnig til sölu. Má þar nefna Snóksey sem sögð er „falleg gróin eyja með fögru útsýni frá háum hólum yfir söguslóðir elstu Íslendingasagna, með frábæru bátalægi, dúntekju og óspilltri náttúru“. Ásett verð á Snóksey er 32 milljónir króna. Þá fæst 60 prósenta eignarhluti í Kiðey á 40 milljónir króna. „Að sögn eiganda er eyjan talin vera um 40 hektarar og var búið þar fyrr á öldum,“ segir um Kiðey. Einnig má nefna að tilboða er óskað í Hrútshólma. „Eyjan, sem er ekki stór, er hluti af Stóru-Tungueyjum sem liggja suður af Dagverðarnesi á Fellsströnd,“ segir um Hrútshólma sem samkvæmt ónákvæmri mælingu er talinn vera 2,2 hektarar. „Eign sem gefur möguleika á að njóta fjölbreytts náttúrufars Breiðafjarðar. Fjarlægð frá Stykkishólmi talin vera um 22 kílómetrar.“ Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Eyjan Arney á Breiðafirði er nú boðin til sölu á 150 milljónir króna. Arney er í sölulýsingu sögð vera stór eyja skammt undan Stykkishólmi. Henni fylgi 10 til 11 hólmar og eyjar og hálf Skjaldarey á móti Bíldsey. Í eyjunni sé íbúðarhús og útihús sem þarfnist aðhlynningar. Þar sé æðarvarp og lundatekja og góð grásleppumið. Vatnsból í Arnarey sé gott. „Mikil náttúrufegurð. Einstök náttúruperla,“ segir í auglýsingunni. Eigandi Arneyjar er félagið SI fasteignir en skráður eigandi þess er Þórir Snær Sigurjónsson, kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak. Þórir er meðal annars einn stofnenda bakarísins Brauð&Co á Frakkastíg. Hann er sonur Sigurjóns Sighvatssonar sem einnig er kvikmyndaframleiðandi og keypti einmitt Arney um aldamótin síðustu. Fleiri eyjar á svipuðum slóðum eru einnig til sölu. Má þar nefna Snóksey sem sögð er „falleg gróin eyja með fögru útsýni frá háum hólum yfir söguslóðir elstu Íslendingasagna, með frábæru bátalægi, dúntekju og óspilltri náttúru“. Ásett verð á Snóksey er 32 milljónir króna. Þá fæst 60 prósenta eignarhluti í Kiðey á 40 milljónir króna. „Að sögn eiganda er eyjan talin vera um 40 hektarar og var búið þar fyrr á öldum,“ segir um Kiðey. Einnig má nefna að tilboða er óskað í Hrútshólma. „Eyjan, sem er ekki stór, er hluti af Stóru-Tungueyjum sem liggja suður af Dagverðarnesi á Fellsströnd,“ segir um Hrútshólma sem samkvæmt ónákvæmri mælingu er talinn vera 2,2 hektarar. „Eign sem gefur möguleika á að njóta fjölbreytts náttúrufars Breiðafjarðar. Fjarlægð frá Stykkishólmi talin vera um 22 kílómetrar.“
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira